Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 72
* 72 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Góðgerðafélagið Stoð og styrkur hefur gefíð út III. bindi ritsafnsins Á lífsins leið. í því segir fjöldi þekktra manna og kvenna frá minnisverðum atvikum eða fólki sem ekki gleymist. Meðal höfunda 1 þessu bindi er Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sem segir glettnislega frá störfum sínum á æskuárum og hvernig framtíð hans réðst. Með blessun Fram- sóknarflokksins „Fjölskyldumynd" af fréttastofu Sjónvarpsins 1966. Allt starfsliðið á staðnum: Sigurður Sigurðsson íþrótta- fróttamaður, Ásdis Hannesdóttir ritari, Magnús Bjarnfreðsson fróttamaður, Emil Björnsson fróttastjóri, Mark- ús Örn Antonsson fréttamaður og Ólafur Ragnarsson útsendingarstjóri frétta. Sjónvarspviðtal á Reykjavíkurflugvelli 1968. Höfundur ræðir við Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. Þegar í barnaskóla fór ég að fást við blaðaútgáfu. Ég hafði skrifað greinar í sameiginlegt skólablað nemenda í Laugarnesskólanum og afréð fljótlega upp úr því að hefja sjálfstæðan rekstur í greininni með aðstoð nokkurra bekkjarfé- laga í unglingadeildinni. Það var auðvitað ætlast til þess að eftir þessu blaði yrði tekið og af því gustaði, enda var því valið nafnið Gnýr. Minna mátti nú ekki vera. Það var hins vegar mjög yfírlætislítið, í brotinu A5, fjölritað á fjölritunar- stofu Friede P. Briem í Tjarnar- götunni, þar sem ég sat löngum eftir skóla og teiknaði myndir inn á stensla. Gnýr var áreitislaust einkamálgagn í umfjöllun sinni með þeirri undantekningu þó, að sálfræðingi nokkrum voru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá hafði komið í heimsókn í bekkinn og spáð okkur miklum hrakförum á námsbrautum fram- tíðarinnar. Manninum var tekið af taumlausri léttúð þegar hann vildi brýna fyrir okkur aukna ástundun í námi, því að framundan væri nið- * urskurðarár landsprófsins al- ræmda, þar sem margur góður maðurinn myndi eiga undir högg að sækja. í Gný voru skrifuð gam- anmál með persónulýsingu þessa mæta skólamálafrömuðar og hann afgreiddur með háðslegum glósum, sem sumum þótti með ólíkindum að hrotið hefðu fram úr penna hjá saklausu fermingarbarni að vori. Skólayfirvöld frábáðu sér meiri Gný og var því þar við látið sitja. Um þetta leyti réðst ég til starfa sem sendisveinn hjá Morgunblað- inu og gegndi fyrst því trúnaðar- hlutverki að fara um bæinn með „kvartanir". Það kom sem sagt í minn hlut að puða á reiðhjólinu með blöð frá afgreiðslunni þegar * aðrir jafnaldrar mínir höfðu for- sómað að bera áskrifendum blaðið heim í hús með skilum. Undanfari útrásar minnar á hjólinu voru oft óbótaskammir, sem háttvirtir kaupendur blaðsins höfðu ausið yf- ir alsaklausar afgreiðslustúlkur í símsvöruninni. Það þurfti að búa sig andlega undir sérhvert stefnumót við reið- an áskrifanda. Smám saman urðu viðfangsefnin hjá Morgunblaðinu fjölbreyttari og ég fór að vinna í íhlaupum við frá- tekt blaða frá prentvélinni sem spýtti út úr sér 250 eintökum á mínútu. Maður varð að hafa sig allan við að ná utanumhaldi á 50 stykkja búntum, sem runnu frá vélinni á færibandi, fersk og ný- máluð í smitandi prentsvertu með sérkennilegum lyktareinkennum. Mitt hlutverk var að koma blöðun- um fyrir á vagni sem síðan var ek- ið inn í innpökkunardeildina. Þetta var næturvinna og nú myndi það varða við barnavernd- arlög að óharðnaður unglingur stundaði slíka vinnu yfir hábjarg- ræðistímann. Þó að eitthvað væri farið á mis við hollustu og orkugjafa sólar- ljóssins sakir daglangrar hvíldar og svefns fyrir annir næstu nætur- vaktar, voru þetta einstaklega spennandi mótunartímar. Oft var beðið með að ræsa prentvélina meðan stórfréttir voru í vinnslu. Nafntogaðir ritstjórar og blaða- menn voru á hlaupum milli rit- stjórnarskrifstofu og prentsmiðju. Ljósmyndarar geystust um með síðbúnar myndir í framköllun. Setjarar og umbrotsmenn voru önnur kafnir við að mæla út stór- fyrirsagnir, steyptu þær í blý og komu myndamótum haganlega fyr- ir áður en forsíðunum var endan- lega lokað. Með smávægilegri ýtni tókst mér áður en langt leið að kynnast vinnuferlinu öllu og kom- ast í nánari snertingu við marga af þeim ótal þáttum sem lágu til und- irbúnings hverri útgáfu blaðsins. Innan tíðar rættist sá draumur sendilsins að sjá eigin frétt birtast í blaðinu, stutta klausu um árekst- ur bíla í Hvalfirðinum sem hann hafði orðið vitni að. Og sendillinn færði sig dálítið lengra upp á skaftið. Þegar ég var sextán ára vildi ég láta reyna á kunnáttu mína í dönsku í þágu blaðsins og tók til við að þýða safa- ríkan fréttatexta úr dönsku dag- blaði. Hann rataði fyrir misgáning eldri og reyndari manna inn á fréttasíðu Morgunblaðsins. í frétt- inni sagði frá athafnamanni nokkr- um í Bandaríkjunum, sem ætlaði að kaupa og reka allt neðanjarðar- lestakerfi New York-borgar sem var í botnlausum hallarekstri. Danski blaðamaðurinn lauk grein- inni með því að spyrja, hvort ekki væri ráð að biðja þennan auðkýf- ing að koma sporvögnum Kaup- mannahafnar til hjálpar. Til að krydda fréttina í íslenskri þýðingu með viðeigandi skírskotun til al- þekkts hallarekstursdæmis var klykkt út með þessu: „Það væri nú ekki ónýtt að fá þennan ameríska athafnamann til að koma íslensku togaraútgerðinni á réttan kjöl.“ Það kvað ekki hafa verið mjög næðisamt á skrifstofu ritstjórans þegar hann mætti fyrstur manna á ritstjórnina morguninn sem fréttin birtist í Morgunblaðinu. Forysta botnvörpuskipaeigenda ætlaði æf að verða yfir þessari nýju stefnu blaðsins í málefnum sjávarútvegs- ins og lýsti furðu sinni og hneyksl- an. Með hverjum mánuði sem leið varð ég móttækilegri fyrir hraðan- um og fjölbreytileikanum sem fylgdi blaðamennskunni. Sumrin runnu saman við blámóðuna hvert af öðru og á menntaskólaárunum Vlb ábyrqiumst MEIRA Reyndu Apollo2000 Káre A. Nilsen, sérfrœbingur í apollo hári veröur meö kynningu og ráögjöf fyrir þá, sem hafa áhuga á APOLLO A.C.R. (Apollo Cosmetic Reconstruction) og afþví tilefni veitum viö 10% kynningarafslátt. Allar upplýsingar eru veittar, ífullum trúnaöi og án allra skuldbindinga, laugardag 9. og sunnudag 10. desember. Allar upplýsingar fást hjá Apollo-hár, í síma 552 2099. ApoUo hárstúdíó -L Hringbraut 119 HAIR SfSTEMS Markús Örn Antonsson fékk ég smám saman að taka að mér verkefni við blaðamennsku og ljósmyndun hjá Morgunblaðinu sem fullgildur afleysingamaður. Víða var leitað fanga og eftir- minnilegar eru ferðir út um land í efnisöflun, þegar samgöngur voru allar fábrotnari en nú er og ungur blaðamaður með ljósmyndavél um öxl varð að sitja fyrir bíl á vega- mótum á heiðum uppi til að sníkja sér far milli byggða. Ógleyman- legar eru ferðir með humarbátum frá Stokkseyri eða frá Raufarhöfn með síldarbáti sem fiskaði með gamla laginu þar sem nótin var dregin með handafli í tvo snurpu- báta. Allt var þetta fest á filmu og myndskreyttar greinar birtust í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins. Að loknu stúdentsprófi blasti óráðin framtíðin við. Ég vann áfram á ritstjórn Morgunblaðsins sem hafði undanfarin sumur verið mér besti skóli sem á varð kosið fyrir upprennandi blaðamann í ís- lensku samfélagi. I tvo vetur á menntaskólaárunum hafði ég ásamt félaga mínum annast um- sjón með útvarpsþætti í Ríkisút- varpinu. Umræður um íslenskt sjónvarp voru hafnar þó að tíma- áætlanir væru óljósar. Um vetur- inn 1963 gengum við á fund Vil- hjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra og spurðum hann hvort nokkuð væri fyrirhugað enn um þjálfun fólks til að vinna við sjónvarp, því að við værum áhugasamir. „Ekki enn,“ svaraði sá einstaki heiðursmaður. „En ég skal skrifa ykkur niður.“ Þetta var eins og að láta innrita sig í skátaflokk eða á sundnámskeið. Og það var sönnu nær, því að haustið 1965 eftir stúd- entspróf var ég búinn að stinga mér til sunds í djúpu lauginni, í þeim skilningi að framtíðin var ráðin eftir að ég sótti um hjá hin- um nýja fjölmiðli þegar störf fréttamanna og dagskrárgerðar- fólks voru auglýst 1965. Þetta var vitaskuld mikil ákvörðun og miklu afdrifaríkari en mig gat órað fyrir. Þá um haustið hóf ég laganám við háskólann en líkaði engan veginn. Ég hugleiddi að stunda guðfræði. Helst hefði ég kosið að fara á blaðamannaháskóla í útlöndum en ekki voru skilyrði til þess. Emil Björnsson, nýskipaður fréttastjóri sjónvarpsins, hvatti mig eindregið til að koma til starfa hjá sér. Sig- urður Bjarnason, ritstjóri Morgun- blaðsins, sem þá sat í útvarpsráði kom að máli við mig og sagðist hafa rekist á umsóknina mína. „Markús minn, ég hélt að þú ætlaðir að halda áfram hjá okkur á Mogganum. En ég ræddi þetta við hann Þórarin og hann ætlar að styðja þig líka.“ Þessi Þórarinn var Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, sem líka sat í útvarpsráði. Ég fékk sem sagt starf frétta- manns hjá Sjónvarpinu með bless- un Framsóknarflokksins. Þá var teningunum kastað. Á lífsins leið III er 160 sfður í Royal- broti. Bókin ergefín iít til styrktar Bamaspítala Hringsins og for- varnastarfí meðal barna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.