Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 73 ,
Þess vegna
spinnur kóngu-
lóin svona vel!
HVER hefur ekki staðið sig
að því að dást að spuna
kóngulóarinnar? Það er
ótrúlegt hvað hún getur
spunnið vel og skipulega.
Til er saga sem segir frá
uppruna og tilkomu kóngu-
lóarinnar og hvers vegna
hún spinnur svona vel en
hún er svona:
Enginn í heiminum er
klárari í að spinna og vefa
en gyðjan rómverska Mínerva
(sama og gríska gyðjan Aþena).
Enda er það uppfinning hennar.
Imyndið ykkur hvað hún varð reið
þegar hún heyrði það að hæfileikar
hennar hefðu verið dregnir í efa af
venjulegri, dauðlegri konu sem hét
Arachne. Hún sagði að Mínerva
væri ekki besta spunakona í heimi.
Arachne var frá Libyu og faðir
hennar starfaði við efnalitun. Þrátt
fyrir fátækt þeirra varð stúlkan
Arachne mjög fræg í heimahögum
sínum vegna hæfileika sinna í vefn-
aðarlistinni. Margir komu til að sjá
hana að verki, hvernig hún vatt
bandið í hnykkla, hvernig hún
spann, hvernig hún óf og saumaði
síðan með nálinni sinni í teppin sem
hún hafði ofið. Það var greinilegt
að gyðjan Mínerva hafði kennt
henni þetta allt en samt neitaði
Arachne því staðfastlega. Hún varð
svo reið yfir því að fólk skyldi halda
það að hún ákvað að skora á gyðj-
una Mínervu í vefnaðar-keppni. „Ef
gyðjan vinnur", sagði hún, „þá get-
ur hún gert það sem hún vill við
mig“, sagði Arachne kotroskin.
Gömul kona, sem var í raun gyðj-
an Mínerva í dulargervi, kom til
Arachne og varaði hana við slíkri
áskorun. Hún sagði að það væri í
lagi að monta sig og bera hæfileika
sína saman við aðrar dauðlegar
manneskjur en það skyldi hún
aldrei gera við gyðjur. Siðan hvatti
hún hana til að biðja gyðjuna Mín-
ervu afsökunar því ef hún gerði það
myndi Mínerva hlífa henni við refs-
ingu. Arachne hélt nú hins vegar
ekki. Gyðjan Mínerva hristi þá af
sér dulargervið og hafist var handa
við að undirbúa keppnina.
Teppin sem þær ófu sögðu sögur
í mjög fallegum myndum
af goðum og gyðjum við
hinar ýmsu aðstæður.
Bæði teppin voru mjög
falleg en þegar Mínerva
sá teppið sem Arachne
hafði ofið réð hún ekki
við öfund sína og reiði.
Hvemig dirfðist þessi
venjulega kona að draga
upp myndir af leyndar-
málum guðanna, hugsaði
Mínerva og reif niður vefnaðinn fal-
lega. Gyðjan Mínerva tók að lemja
Arachne með skyttunni hennar en
aumingja Arachne þoldi illa bar-
smíðarnar og ætlaði að hengja sig
og setti snöru um háls sér. Mínerva
vorkenndi henni þó fyrir rest og
sagði, „Þú ert vond kona en ég get
ekki látið þig deyja svona, þú skalt
því fá að lifa en hanga skaltu svona
eins og þú gerir núna í loftinu
ásamt öllum þínum afkomendum“.
Síðan skvetti hún yfir Arachne
töfravökva úr jurtum og stúlkan
breyttist í kónguló. (Úrdráttur og
lausleg þýðing úr Stories from Ovid
eftir Martin Murphy.)
Já, það borgar sig ekki að ögra
guðunum, það er ljóst. Ef þú gerir
það gætirðu átt von á einhverjum
álögum sem erfitt er að bijótast
undan eins og aumingja Arachne
fékk að reyna. Grískar og róm-
verskar gyðjur minna því óneitan-
lega á íslenskar álfkonur. Maður
verður líka að gæta sín að ögra
þeim ekki og koma vel fram við þær
því annars getur eitthvað slæmt
komið fyrir. Það kæmi því ekki á
óvart að einhver ævafom skyldleiki
liggi í genunum þeirra.
I desember-spuna er boðið upp á
klassíska og fljótprjónaða alpahúfu
og trefil í stíl úr Funny-pelsgarni
handa gyðjum, álfkonum og frænk-
um þeirra. Alveg kjörið til að setj-
ast niður eina kvöldstund eða svo til
að pijóna og þannig hvfla sig á jóla-
undirbúningnum og njóta þess að
skapa. Munið svo að um jól og ára-
mót eru álfar og huldufólk á kreiki
svo það er vert að vera ekki með
neinar ögranir eða of stórar yfir-
Iýsingar á vörum. Gangi ykkur vel
og gleðileg jól.
Klassísk alpahúfa og trefill í stíl
GARN:
Funny-pelsgam
Upplýsingar um hvar gamið fæst
er í síma 565-4610
Hönnun: Ingjerd Thorkildsen
Stærð: Medium
Alpahúfa: Funny-pelsgarn
Ryðrautt 3525:2 dokkur
Trefill: Funny-pelsgam
Ryðrautt 3525:2 dokkur
Pijónar:
í húfu þarf sokkapijóna nr. 3 og 4
í trefil þarf hringpijón nr. 5
Pijónfesta:
20 sm slétt pijón á pijóna nr.
4 = 10 cm.
ALPAHÚFA:
Fitjið upp 80 lykkjur á prjóna nr. 3 og prjónið 4 cm
garðaprjón fram og til baka = slétt á réttu, slétt á
röngu. I næstu umferð er aukið út þannig á milli ann-
arrar hverrar lykkju: Lyftið bandinu og pijónið snúið
slétt = aukið út um 40 lykkjur = 120 lykkjur í allt.
Skiptið yfir á pijón nr. 4 og pijónið slétt pijón í hring.
Eftir 3 cm er aukið út um 1 lykkju alltaf eftir fjórðu
hveija lykkju allan hringinn = alls aukið út um 30
lykkjur = 150 lykkjur í allt.
Prjónið þar til slétta prjónið mælist 8 cm. Fellið af
þannig: prjónið 13 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman
allan hringinn = 140 lykkjur. Pijónið eina umferð án
úrtöku. Pijónið 12 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt sam-
an allan hringinn = 130 lykkjur. Pijónið eina umferð
án úrtöku. F ellið af í annarri hverri umferð með 1
lykkju minna á milli þar tö 60 lykkjur em eftir. Fellið
síðan af í hverri umferð þar til 10 lykkjur era eftir.
Dragið þráðinn í gegnum lykkjumar og festið end-
ann vel niður. Saumið saman garðaprjónskantinn.
TREFILL:
Pijónfesta:
19 lykkjur í garðapijóni á pijóna nr. 5 = 10 cm.
Fitjið upp 42 lykkjur á pijón nr. 5 og prjónið
garðaprjón fram og til baka = slétt á réttu og slétt á
röngu. Prjónið þannig þar til mælist u.þ.b. 150 sm eða
þar til æskUegri lengd er náð. F ellið passlega laust af.
Úr ern tollfrjáls!
Hjá úrsmidnum
V
Jólagjöfina fyrir bútasaumskonuna
færð þú hjá okkur!
.Saumakassar, bútasaumstöskur, gjafapakkningar, gjafabréf og m.m.flj
V/RKA
Mörkin 3 - Sími 368 7477
www.virka.is
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18
Lau. kl. 10-16.
Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is
Sígmm Jólabúð
-eda/f/'é á/t e/f//t á/'
Síðustu ár hefur skátahreyrfingin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili
► lOáraábyrgð ► Elátraust vLp7/)/7y?y\—
► 12 stœrðir, 90 - 500 cm ► Þarfekki að vökva '
► Stájfótur jýlgir ► íslenskar leiðbeiningar ® u Þérffýi
► Ekkert barr að tyksuga ► Traustur söluaðili
► Truflar ekki stqfublómin ► Skynsamlegflárfesting '“°9 nú f~, ,
____ __S/gr£B '&rðu
UKYÍfiW.CéA Bandalag íslenskra skéla Uka Bfia^.atr^ð
MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND Kr/nC' '
Myndbandsspólur sem allir
bílaáhugamenn verða að eignast.
Verö kr. 1.990,-til 2.490,-
^lunrii!
Þessar eru frábærar!!!
- gjafavöruverslun bilaáhugafólks