Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 81,,
FRÉTTIR
BRIPS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
„Áhættudreiflng" er orð
sem flestir íslendingar
skilja nú til dags eftir að
fjárhættuspil með hluta-
bréf og aðra pappíra varð
vinsælasta þjóðaríþróttin.
Löngu fyrir tíma hlutabréf-
anna hafa bridsspilarar
skilið þetta hugtak:
Suður gefur; allir á
hættu.
Noyður
+ AK65
v KD1063
♦ f>5
+ AK
Suður
* DG2
* Á4
♦ Á102
+ G7532
Vestur Norður Austur Suður
- _ _ 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 1 grand
Pass 6 grönd Allir pass
Hvernig er best að
„dreifa áhættunni“ í sex
gröndum suðurs? Útspilið
er spaðatía.
Fyrsta greining: Ef
hjartað skilar fimm slögum
þarf ekki að leita frekar.
Sá sem setur öll eggin i
sömu körfuna spilar strax
þremur efstu í hjarta og
vonar það besta. En þeir
sem vilja dreifa áhættunni
taka tvisvar hjarta og
staldra við ef ekkert merki-
legt gerist (svo sem eins og
að gosinn falli). Síðan spila
þeir ÁK í laufi. Ef drottn-
ingin fellur önnur má gefa
slag á hjarta, því laufgos-
inn verður tólfti slagurinn.
Noyður * AK65 v KD1063 ♦ D5 + AK
Vestur Austur
* 10983 + 74
v 87 v G952
♦ G763 ♦ K984
+ D96 + 1084 Suður + DG2 v Á4 ♦ Á102 + G7532
En ef laufdrottningin
lætur ekki sjá sig er
næsta skref að taka
hj ar tadrottningu.
Kannski fellur hjartað.
Nei, ekki í þetta sinn. Þá
er að reyna síðasta mögu-
leikann. Fara heim á
spaða og spila laufi. Lauf-
ið liggur 3-3 og vestur
lendir inni á drottning-
una, en á ekki hjarta til.
Sagnhafi fær þannig
tólf slagi: Fjóra á spaða,
þrjá á hjarta, tígulás og
fjóra á lauf.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sin-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það er sjálfsagt að brydda
upp á einhverjum nýjungum,
þegar viðtekin vinnubrögð
skila engum árangri. Beittu
hugkvæmninni til hins ýtr-
asta.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu það ekki draga þig nið-
ur, þótt hlutirnir gangi ekki
akkúrat eins og þú vilt. Gald-
urinn er að notfæra sér at-
burðarásina, hver sem hún
ér.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní)
Þér hættir til að færast of
mikið í fang og endar þá með
tóma lausa enda. Reyndu að
fara þér hægar og klára þau
verkefni, sem þú byrjar á.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Það er erfitt að standa undir
þeirri ábyrgð sem fylgir því
að vera maður. Leitaðu vinina
uppi og leyfðu þeim að auð-
velda þér lífið með elsku
sinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að vera opinn gagn-
vart þeim nýjungum, sem þér
eru kynntar. Sumar skipta
þig litlu máli, en aðrar geta
hjálpað þér verulega. Nýttu
þér þær.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) ©fL
Gaumgæfðu alltaf smáaletrið.
Þannig getur þú komið í veg
fyrir að þú skuldbindir þig til
annars en þú vilt. Allar
ábyrgðir eru raunverulegar.
XTX
(23.sept.-22.okt.)
Þú ættir að líta vandlega í
eiginn barm áður en þú slærð
sökinni á aðra. Hertu upp
hugann og horfðu óhræddur
fram á veginn. Þinn tími kem-
Sþorðdreki ™
(23. okt. - 21. nóv.)
Það mun reynast þér þreyt-
andi að ná ekki utan um alla
þá hluti, sem þú vilt koma frá
í dag. En það kemur annar
dagur og sjálfsagt að halda þá
áfram.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.)
Oft taka hlutirnir óvænta
stefnu og þá verður þú að
vera við öllu búinn. Reiddu
þig ekki á aðra heldur búðu
að eigin hyggjuviti og krafti.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) JiP
Þú þarft að finna leið til þess
að nýta sem best orku þína,
en ekki láta hana fara að stór-
um hluta til spillis. Taktu
bara einn hlut fyrir í einu.
Vatnsberi r .
(20. jan. -18. febr.) Cáffil
Það eru stundum margar
hliðar á málum og ekki gott
að ráða í, hvað rétt er. En ef
þú gefur þér góðan tíma, ætt-
ir þú að finna bestu lausnina.
Fiskar mt
(19. feb. - 20. mars) MW1
Það er ekki þessi dagsdag-
lega hólmganga, sem sýnir
hvað í þér býr. Það eru við-
brögðin við því óvænta sem
sýna hvern mann þú hefur að
geyma.
Stjörnuspána & að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
STJÖRNUSPÁ
eftir Franees Drake
BOGMAÐUR
Persónukraftur þinn getur
reynst hvorttveggja; dríf-
andi oghamlandi. Lærðu að
beita honum vel.
f* A ÁRA afmæli. Hinn
ÖU 10. desember nk.
verður sextugur Ragnar
Olsen, Hraunási 5, Hellis-
sandi. Eiginkona hans er
Kristín Jónsdóttir. Þau taka
á móti ættingjum og vinum í
Félagsheimilinu Röst, Hell-
issandi, laugardaginn 9. des-
ember frá kl. 18.
Morgunblaöið/Golh
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar
Rauða kross íslands og söfnuðu kr. 2.538. Þau heita
Camilla, Bryndís, Bríet, Anna og Tómas.
SKAK
Umsjón Ilelgi Áss
Grétarssnn
hafa stórstjörnur eins og
Vassily Ivansjúk og Nigel
Short fallið úr leik. í stöð-
unni hafði armenski stór-
meistarinn Smbat Lputian
(2.598) hvítt gegn
pólska alþjóðlega
meistaranum
Pawel Blehm
(2.518). 43. Bxe5!
dxe5 44. Rxe5 Dg5
45. d6+ Kg7 46.
d7! De7 47. Dd3!
Dd8 48. exf5 Rf6
49. Hdl Be7 50.
Dc4 Rxd7 51.
Df7+ Kh6 52.
Rg4+ Kg5 53.
fxg6?! Hér hefði
53. f3 verið einfald-
ara og betra. 53.
...Da8+ 54. f3 Rf6
55. Re5 Bd6 56.
h4+ Kf5 57. g4+ Kxe5 58.
Hel+ Kf4 59. Dxf6+ Kg3
60. Dxd6+ Kxf3 61. Kh2 og
svartur gafst upp enda stutt
í að hann verði mátaður.
Hvítur á leik.
STAÐAN kom upp á
heimsmeistaramóti FIDE
sem nú stendur yfir í Nýju-
Delhí á Indlandi. Nú þegar
HEIMSÓSÓMI
Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast,
að hennar hjólið snýst.
Skepnan tekr að skilja,
að skapleg setning brast,
og gamlan farveg flýr.
Hamingjan vendir hjóli niðr til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
leggst í spenning lönd og gull og garðar,
en gætt er síður hins, er meira varðar.
Þung er þessi plága,
er þýtur út í lönd
og sárt er að segja frá.
Millum frænda og mága
magnast strið og klönd.
Klagar hver, mest er má.
Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki.
Varla er undur, þó að skepnan skeiki.
Sturlan heims er eigi létt í leiki.
Lögmál bindr, en leysir peningrinn bleiki.
Skáld-Sveinn.
n fT ÁRA afmæli. í dag,
I O fimmtudaginn 7. des-
ember, verður 75 ára Guð-
laug G. Þórarinsdóttir,
Skógarhlíð 10. Í tilefni
dagsins biður hún vini og
ættingja að gleðjast með sér
í Fóstbræðraheimilinu,
Langholtsvegi 109-111, kl.
19.30.
Arnað heilla
Árnað heilla
LJOÐABROT
Jólafundur
Styrks
JÓLAFUNDUR Styrks verður í
Kiwanishúsinu við Engjateig í
Reykjavík fimmtudaginn 7. desem-
berkl. 20.30.
Þorvaldur Halldórsson og Margrét
Scheving flytja gospeltónlist og Þor-
valdur les jólaguðspjallið. Sigmundur
Emir Rúnarsson fréttamaður les úr
nýrri ljóðabók sinni: Sögur af aldri og
efa. Veitingar í boði Kiwanisklúbbsins
Esju. í frétt frá Styrk segir að allir
velunnarar félagsins séu velkomnir.
Fundur hjá
Tourette- v
samtökunum
TOURETTE-samtökin á íslandi
halda fund fyrir foreldra barna sem
eru með Tourette-heilkenni í kvöld
kl. 20.30 á Tryggvagötu 26,4. hæð.
Þessir fundir eru haldnir mánað-
arlega, fyrsta fimmtudag hvers mán-
aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri
til að spjalla saman yfir kaffibolla um
málefni bama sinna, segir í fréttatil-
kynningu.
Skólavöröustígl O
HÁRKOLLUR, HÁRSNYRTING
K.M.S. HÁRSNYRTIVÖRUR
Fagleg ráðgjöf
Tímapantanir í síma 511 2100
Dóróthea Magnúsdóttir Hugrún Stefánsdóttír
gsm: 898 3158 gsm: 861 2100
FISKBUÐIN HAFBERG
é
Fiskréttardagar
Kynningarverð
Gnoðarvogi 44 • Sími: 588 8686
Fréttagetraun á Netinu
^mbl.is