Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 7

Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 7
+AJL Myndin er af flórtán börnum starfsmanna Össurar hf. sem öll fæddust á árinu 2000 Vöxtur ÖSSUR H F . GRJÓTHÁLS 5 110 REYKJAVfK SÍMI 515 1300 ossur@ossur.ls www.ossur.ls www.ossur.com Hlutverk okkar hjá Össuri hf. er aö hjálpa fólki að njóta sfn til fulls. Þetta hlutverk krefst framúrskarandi vöru og sérmenntaðs starfsfólks, en ekki síður alúðar og virðingar fyrir hverjum einstaklingi. Vonir fólks um betra líf eru okkur leiðarljós í daglegu starfi. Össur hf. hefur þróast á skömmum tíma úr litlu stoðtækjaverkstæði í framsækið, alþjóðlegt hátæknifyrirtæki. íslenskt hugvit er forsenda þess að fyrirtækið er í forystu um þróun nýjunga í þessari grein heilbrigðisiðnaðar. Staðföst trú á að lausnir Össurar hf. ættu erindi á erlenda markaði var forsenda þess að fýrirtækið er nú næst stærst á sínu sviöi í heiminum. Vaxtarstefna Össurar hf. er tvíþætt. Annars vegar er kappkostað að eflast með innri vexti. Hins vegar er leitast við að vaxa með því að kaupa fyrirtæki sem falla vel að rekstri og efla þannig stöðu fyrirtækisins í þróun, framleiðslu og markaðssetningu. Árið 2000 var afar viðburðaríkt hjá Össuri hf. á þessu sviði. Fjárfest var í vexti félagsins með kaupum á Ijórum erlendum fyrirtækjum og ársvelta fyrirtækisins nærri þrefölduð. Við þökkum hluthöfum og viðskiptavinum traust og góð samskipti og starfsfólki mikilvægt framlag. Landsmönnum öllum óskum við farsældar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.