Skírnir - 01.01.1862, Blaðsíða 4
4
FRÉTTIR.
England.
af babraullarvinnu. Borgin Manchester ber nafn sitt afþví, ab hún
hefir mestan auö sinn af baöraull, og er kölluö baömullarborg, og
nokkur flokkr í þinginu er kendr viö Manchester, því þar hafa verzl-
unarfrelsismenn mestan styrk. I þrælafylkjunum í Vestrheimi eru
mestir baömullarakrar í heimi; er svo taliö, a& fjórir fimtúngar af
allri þeirri ull, sem unuin er á Englandi, komi þaöan. Nú létu norÖr-
fylkin, þegar stríöiö hófst, girÖa meö herskipum fyrir allar hafnir
í su&rfylkjunum, til aö varna þeim frá allri verzlun og svelta þá
svo inni. þetta er nú leyft í Jijóöarréttinum, til aö gjöra stríöin
skammvinnari, og varna aÖ vopn og annaö, sem til hernaöar heyrir,
veröi flutt inn í landiö; verÖa því aörar þjóöir, sem eru hlutlausar,
aö láta sér þetta lynda , þó meö þeim skildaga , aö hergarörinn sé
svo traustr, aö skip óvina geti ekki brotizt út og inn, því þá er
giröíngin marklaus, og í annan staö, aö þetta vari ekki of lengi.
Nú voru menn á Englandi í miklum vanda, og hafa leitaö allra
bragöa, aö fá nýja baömullarakra, sem gæti bætt þeim þaö sem
í mistist í Ameríku; en akrarnir í Austr-Indíum og í Afríku, sem
menn hugsuöu til, hafa þó hvergi hrokkiö til; uröu nú margir menn
atvinnulausir, og baömullarforöi manna er ekki nema til nokkurra
mánaÖa; þegar þaö er uppunniö, þá er ekki annaÖ fyrir en sitja
auöum höndum. í ymsum öörum verzlunargreinum hefir og stríö
þetta hnekkt mjög verzlunarhag manna í NorÖrálfunni, mjög á Frakk-
landi en mest þó á Englandi. Annaö var þaö , aö norÖrfylkin
hækkuöu aöflutníngstolla í vor, til aö auka meÖ tekjur sínar; þetta
var aö grípa á kýliuu þar sem Englendíngar áttu hlut aö máli.
þrælafylkin þarámóti eru svo bezt farin, aö engir tollar sé á neinu sem
aöflutt er, því þeir hafa mest eör eingaungu hrávörur, óunninn
varnaö, baömull o. s. frv.; nú væri þar góör markaör fyrir Eng-
land meöan stríÖiö stendr yfir, og lokaÖ er dyrum milli suör- og
norörfylkjanna. Engiendingar voru því skjótir aö snúa deilunni á
þá leiö, aÖ deiluefniö milli Bandaríkjanna væri í raun réttri ekki
mansaliÖ, )>aÖ væri aö eins í oröi kveönu , heldr væri deilan um
frjálsa verzlun eöa tollverndir. Suörfylkin vildi hafa verzlun sem
óbundnasta, en norörfylkin þröngva þeim til tollverndar , mundi því
aldrei um heilt gróa meö þeim. Réttast væri þvi gjört, aÖ viör-
kenna suörfylkin sem bráöast sem frjálst ríki, og rjúfa hergarö norör-