Skírnir - 01.01.1862, Blaðsíða 59
Miðrikin.
FKÉTTIR.
59
Bretlandi, og hertogi af Kumbralandi. Georg fimti er blindr
mabr, og er hann fæddr meb |)ví meini; hann ver&r því a& sjá
allt meíi annara augum. í þínginu eru og deildir flokkar, stjórnin
köllub stir&lynd, en framfaramenn þíngsins nokkub skjótlyndir, og
vercja því opt misfara vi?) stjórn sína. Benningsen heitir sá, sem er
foríngi þeirra á þínginu.
í Sachsen, á þínginu í Dresden, hafa þetta ár verií) merki-
leg lög til urnræ&u, um ný þegnlög fyrir konúngsríki þetta. Hafa
lögfró&ir menn ví&a á þýskalandi ritab um þessi lög og talib þau
góí) til fyrirmyndar í ö&rum rikjum. Konúngr í Sachsen, sem er
minnst konúngsríkjanna, er Jóhann, en stjórnarforseti hans v. Beust
hefir þó þetta ár láti& sín meir getið en konúngr hans , því hann
hefir verií) framsögumabr fyri miðríkin um allsherjar stjórnarbót fyrir
þýzkaland, sem sí&ar verbr á vikib.
I Kjör-Hessen hefir nú um langan aldr veriö deila milli
kjörfurstans og þegna hans. Svo er mál me& vexti, a& kjörfurstinn
haf&i ónýtt stjórnarlögin frá 1831 og broti& rétt á þegnum sínum.
Bandaþingi& haf&i samþykkt þær a&fer&ir, og setti kjörfurstinn ný
lög árib 1860 eptir fyrirmælum bandaþíngsins. En si&an hafa lands-
menn ávallt heimta& aptr hin fyrri lög, og hvert þíng sem saman
hefir komib, þá hefir þab byrjab á þvi, a& lýsa lagabanni gegn ab-
förum þessum og beibast, a& lagaskráin frá 1831 verfci aptr leidd
í lög; hefir svo hverju þíngi á fætr ö&ru verifc hleypt upp. Me&an
Bachs rá&aneyti drottna&i i Austrriki , styrkti þafc kjörfurstann, en
Preussen styrkti þíngifc a& orbi kve&nu, en þó me& litlum skörúng-
skap; hefir þetta mál allt verib bandaþingi þjóbverja mjög svo til
ófrægbar, en hraksögur af kjörfurstanum og hirb hans hafa gengib
Ijósum logum í ritum og blö&um. Nú fyrir skemmstu varö enn sem
fyr, a& kjörfurstinn hleypti upp þinginu, fám dögum eptir aö þess
haf&i verifc kvadt; en af þvi ab þíngifc haf&i enn ekki veitt fé til
útgjalda, þá lét stjórnin krefja gjaldsins me& hershendi, þvi lands-
menn flestir synju&u a& borga. þa& örfa&i laudsmenn til þesáa, að
á þínginu í Berlin haf&i rá&herra einn í nafni stjórnarinnar talafc
djarft úr flokki um þessar abfarir og sagt, a& Preussen gæti ekki
lengr horft á þetta. Héldu menn þá, a& Preussar mundu senda
her inn i Kjör-Hessen. Af þessu hlutust nú bréfagjörbir milli hinna