Skírnir - 01.01.1862, Blaðsíða 11
England.
FRÉTTIR.
11
ast ekki nærri. J>ví er nú svo komií), ab segl á herskipi er nú
oríiih jafn úrelt og bogi og örvar í landher.
Hinar miklu kolanámnr, sem finnast á Englandi, veita Eng-
lendíngum og yfirburhi yfir ahra á hertímum, og fá þeim nógan
forha handa hinum ótölulega grúa af verksmihjum, sem þekja landií),
og svo handa járnbrautum og gufuskipum , og auk þess flyzt annaf)
ekki minna til annara landa: Frakklands, Norbrlanda og svo enn
vifar , en kolalaus herskip eru nú líkt og ábr voru segllaus skip.
Námur þessar eru mestar í Wales og í Noröymbralandi og Durham,
og lifa menn hundraö þúsundum saman einsog dvergar í jöröu, ár
og dag í iörum jaröarinnar, í gígjum og gaungum hundraö föÖmum
undir jöröu. Opt veröa þó stórslys í þessum námum. J>aö er enn
í beru minni, sem varö fyrir fám vikum í Hartleynámum í Durham.
Ofan í námuna voru ekki nema ein jarÖgaung, sem af slysi hrundu
saman , en niÖri í námunum voru 215 manns, og fléstir kvongaöir,
úngir menn og feÖr þeirra, en konurnar einar heima. Menn þyrpt-
ust nú aÖ , og tóku til aö grafa niör, og grófu dag eptir dag nótt
meÖ degi; á fjórÖa degi heyrÖu menn enn aö líf var meö þeim,
sem lifandi voru grafnir niÖri í jöröinni, en fyrst á sjöunda degi
komust menn niör, en þá var um seinan, og hvert mannsbarn
var þá andvana; líkin lágu í röÖum í námunum, og höföu þó dáiö
kvalalaust, og kafnaö af óheilnæmu lopti; varö öllum ókvætt viö
svo mikiö slys, og var gjöfum safnaÖ handa ekkjum og munaöar-
lausum börnum hinna dánu. En til aö varna, aÖ slíkt gæti optar
boriö viÖ, var ráöiö aö haga námunum síöar ööruvís, og láta ávallt
vera fleiri en ein gaung aö hverri námu.
Hinn mikli auÖr Englendínga og verzlunarafli, sem þeir hafa um
allar heimsálfur, veldr því, aÖ þeir geta risiö undir álögum þeirn,
sem leiÖir af hinum mikla herbúnaÖi. þar sem önnur ríki, Austr-
riki, Frakkland og Ítalía hafa rakaö saman skuldum hin síöustu 10
ár, svo þær eru nú þrefaldar viÖ þaö sem þá var, þá eru hinar
stórvægu ríkisskuldir Englands, sem fyr meir var viö brugöiö, allar
eöa mestar frá síöustu aldamótum og styrjöldinni viö Napóleon. Eng-
lendíngar spöruöu þá ekki skildínginn, tóku lán á lán ofan, svo
nærfellt helmíngr af öllum tekjum gengr nú til aö borg^ leigur af
þeim höfuöstól, en þeir unnu og þaö, aö fella Napóleon, og hand-