Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 8

Skírnir - 01.12.1909, Page 8
296 Endurminningar. Þá kom Sigurður ríðandi upp tröðina. Eg stóð eins og agndofa og starði á hann. Og eg fann sáran titring líða um mig. Sigurður fór af baki, tók tauminn niður af makka hestsins og kom til mín. Eg lagði þvottinn frá mér á grjóthrúgu, er var á hlaðinu, og studdi mig upp við snúrustólpann. — Komdu sæl, Inga mín, sagði Sigurður og rétti mér höndina. — Eg held nærri því að eg hefði ekki þekt þig, ef eg hefði ekki verið búinn að frétta, að þú værir komin hingað. — Komdu sæll, sagði eg og tók í hönd hans. Okkur varð orðfátt nokkur augnablik. — Þér líður víst vel? sagði eg svo, og dró að mér höndina. — Já, eg vona að þú komir einhvern tíma út að Seli að finna mig, sagði Sigurður og brosti. — Það getur vel verið. Við þögðum aftur stundarkorn. — Þú hættir alveg að skrifa og að finna okkur, sagði eg. — Eg ætlaði nú alt af að skrifa þér, og jafnvel að fara að hitta þig, en það varð aldrei af því, sagði Sigurður. Hann strauk hendinni fram og aftur um skaftið á svipunni sinni, og leit ekki á mig. — Þú hefir ef til vill haldið, að okkur móður minni þætti ekkert gaman að sjá þig eða frétta frá þér. Það hefði þó verið fallega gert af þér, að koma snöggvast heim til að sjá hana, áður en hún dó. Henni hefði þótt vænt um að fá að sjá þig — hvað sem mér líður, stundi eg svo fram ofur lágt. Eg þrýsti vörunum fast saman, og eg fann að eg fölnaði. Sigurður þagði. — Jæja, vertu sæll, sagði eg, og rétti honum höndina. — Vertu sæl, sagði hann, og þrýsti fast að hönd minni. Eg leit ekki á hann, en fann að hann horfði á mig. Eg dró að mér höndina, beygði mig niður og tók þvottinn í fang mér.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.