Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 8

Skírnir - 01.12.1909, Qupperneq 8
296 Endurminningar. Þá kom Sigurður ríðandi upp tröðina. Eg stóð eins og agndofa og starði á hann. Og eg fann sáran titring líða um mig. Sigurður fór af baki, tók tauminn niður af makka hestsins og kom til mín. Eg lagði þvottinn frá mér á grjóthrúgu, er var á hlaðinu, og studdi mig upp við snúrustólpann. — Komdu sæl, Inga mín, sagði Sigurður og rétti mér höndina. — Eg held nærri því að eg hefði ekki þekt þig, ef eg hefði ekki verið búinn að frétta, að þú værir komin hingað. — Komdu sæll, sagði eg og tók í hönd hans. Okkur varð orðfátt nokkur augnablik. — Þér líður víst vel? sagði eg svo, og dró að mér höndina. — Já, eg vona að þú komir einhvern tíma út að Seli að finna mig, sagði Sigurður og brosti. — Það getur vel verið. Við þögðum aftur stundarkorn. — Þú hættir alveg að skrifa og að finna okkur, sagði eg. — Eg ætlaði nú alt af að skrifa þér, og jafnvel að fara að hitta þig, en það varð aldrei af því, sagði Sigurður. Hann strauk hendinni fram og aftur um skaftið á svipunni sinni, og leit ekki á mig. — Þú hefir ef til vill haldið, að okkur móður minni þætti ekkert gaman að sjá þig eða frétta frá þér. Það hefði þó verið fallega gert af þér, að koma snöggvast heim til að sjá hana, áður en hún dó. Henni hefði þótt vænt um að fá að sjá þig — hvað sem mér líður, stundi eg svo fram ofur lágt. Eg þrýsti vörunum fast saman, og eg fann að eg fölnaði. Sigurður þagði. — Jæja, vertu sæll, sagði eg, og rétti honum höndina. — Vertu sæl, sagði hann, og þrýsti fast að hönd minni. Eg leit ekki á hann, en fann að hann horfði á mig. Eg dró að mér höndina, beygði mig niður og tók þvottinn í fang mér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.