Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 38

Skírnir - 01.12.1909, Page 38
326 Um starf og stjórn sjúkra'samlaga. og atkvæðisbærra samlagsmanna krefst þess. Skal þá boða til fundar á venjulegan hátt, og geta þess í fundar- boðinu, að ræða eigi lagabreytingu, er eigi hafi orðið samþykt á hinum fyrri fundi vegna þess, hve fáir hafi sótt þann fund. Ef breytingin er samþykt á þessum fundi með 2/3 greiddra atkvæða, þá er hún lög, hvort sem margir eða fáir sækja fundinn. Nú þykir ráðlegt, eða nauðsynlegt að slíta samlaginu, og fer þá um tillögur þar að lútandi sem um lagabreyt- ingar. Ef samlaginu er slitið, skal öll skuldlaus eign þess renna til Heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Sá fundur, er samþykkir á löglegan hátt að slíta samlaginu, kveður að öðru leyti á um, hvernig ráðstafa skuli eignum þess og lúka skuldum. Þetta frumvarp ætti að vera næg leiðbeining fyrir alla þá, sem vilja koma á fót sjúkrasamlögum. En þegar menn hafa samið sér lög, þá kemur að því, að útvega reikningsbækur með réttu sniði, skrásetningar- bækur og ýms eyðublöð. öllum þeim, er koma á fót sjúkrasamlagi, stendur til boða að fá hjá Oddfellowfé- laginu leiðbeiningar um reikningsfærslu og skrásetning; en þá verða þeir að senda eitt eititak af lögum sínum fullgerðum, því að eftir þeim verður að haga bókfærsl- unni. Eg býst við, að margur bregði við fátækt sinni, þykist ekki hafa efni á því, að vera í sjúkrasamlagi En ef öllum er orðið ljóst, að það sé heimska af fátækum skipseiganda, að vátryggja ekki skip sitt, þá verða menn vonandi fljótir að átta sig á því, að það sé enn meira óráð fyrir fátækan mann, að vátryggja ekki heilsu sína. I sumar sem leið talaði eg til alþýðu manna um sjúkrasamlög á nokkrum stöðum út um land. Það var

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.