Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1909, Side 54

Skírnir - 01.12.1909, Side 54
342 Kvenréttindahreyfingin i Ameriku. í Suður Dakota voru lögin samþykt í báðum þing- deildum, en landstjórinn mótmælti þeim, og það dugði. í Iova voru þau fyrir þinginu 1872 og 1884, en féllu bæði skiftin með eins atkvæðis mun. í Wisconsin voru þau samþykt 1880, en af þvi að stjórnarskrána þarf að samþykkja á tveimur þingum, var hún aftur borin upp 1882 og féll þá með 2 atkvæðis mun. í Indiana voru þau samþykt 1882, en komust þó aldrei i gildi. í Kansas hafa konur kosningarrétt í sveitamálum og fylkjamálum, en ekki pólitískan kosningarrétt. Það er Vínflokkurinn þar, sem leggur alt kapp á að útiloka konurnar, því sjálf- sagt er talið, að þær beiti öllum sínum áhrifum gegn vín- sölunni. A hundraðasta sjálfstæðisafmæli Bandaríkjanna átti að verða mikið um dýrðir. Heimssýning átti að halda í Philadelphiu, þar sem sjálfstæðisyfirlýsingin var gefin út. Hátíðina átti að halda á aldarafmælinu 4. júlí 1876 í Independencehöllinni. Hvert ríki og hver borg í öllum Bandaríkjunum bjóst við að halda þessa þjóðhátíð eftir beztu föngum. I öllum kvenréttindafélögum Ameriku var rætt um, hvernig konur ættu að taka þessu hátíðahaldi. Og öllum kom saman um að láta það hlutlaust, af því að sjálfstæð- isyfirlýsingin kæmi konum ekki við. Gagnvart þeim hefðu heitin um almenn mannréttindi aldrei verið haldin. Sumstaðar var kvenréttindafélögunum boðið að vera með öðrum félögum í skrúðgöngunum. En þau neituðu því kurteislega. Það væri eðlilegt að karlmenn héldu hátíð þenna dag, en konur gætu það ekki meðan þær hefðu eng in stjórnarfarsleg réttindi. Nema í Kaliforniu, í San Erancisko. Þar mæltist stjórn kvenréttindafélagsins til að þær fengju að ganga í skrúðgöngunni um götur borg- arinnar milli Svertingjanna og Kínverja eins og þeim væri skipað réttarfarslega. Tveim dögum áður en hátíðin byrjaði, 2. júlí, hélt Amer- ska kvenréttindafélagið aldarafmæli sitt, í minningu þess, jað þann dag voru 100 ár síðan er Nýja Jersey hefði veitt kon-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.