Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1909, Page 82

Skírnir - 01.12.1909, Page 82
370 Erlend tiðindi. og komst síðan inn í Holsteinsráðuneytið sem helzti maðurinn að forsætisráðherra frátöldum. Óánægjan yfir þessu braust út skömmu eftir að Hollsteinsráðuneytið tók við. Vildu mótstöðumenn Christensens að múgur og margmenni gengi á konungsfund til þess að mótmæla því, að Christensen sæti í ráðuneytinu, en konungur neit- aði að sjálfsögðu að taka á móti mönnum í slíkum erindum. Varð það úr, að mikill mannsaftiaður fór um götur Khafnar 29. ág. með blaktandi fánum og endaði svo för þessi með harðorðum ræðum í garð Christensens. Er þetta hreif ekki, var undirskriftum safnað um land alt og jafnvel erlendis til þess að krefjast þess, að Christ- ensen viki úr ráðherrasæti. Rituðu undir áskorun þessa 65 þús. manna í Höfn, en 76 þús. utan Hafnar. Lauk þessu svo, að 18. okt. fór Christensen úr ráðgjafasæti. Þegar Zahlesráðuneytið tók við völdum, var það eitt af loforðum þess að fá alt þetta mál rannsakað af ríkisdómi. Þessu hefir síðan verið hrundið i fram- kvæmd og var Christensen og Berg stefnt fyrir ríkisdóm, hversu sem mál þeirra ráðast. Þá er annað mál, er Dönum þykir miklu skifta og Zahles- ráðuneytið ætlar sér að fá komið áleiðis. Kjördæmaskifting f Danmörku er nú orðin úrelt, svo að sum kjördæmi hafa hálfu meiri fólksfjölda en önnur. Nú stendur til að umsteypa kjördæm- unum og jafna þau. Þeirri nýbreytni hefir Zahlesráðuneytið komið á, að ráðgjaf- arnir hafa afsalað sór öllu titlatogi og einkennisbúningum. Er þetta að vísu lítilvægt en ekki ólíklegt að vel mælist fyrir hjá allri alþýðu, sem ætíð er lítið um tildur höfðingjanna gefið og hé- gómaskap. Fjármál. Vér höfum sjaldan heyrt það, íslendingar, að Dönum verði fjárskortur, en þó er svo nú. Síðastliðið fjárhagsár var tekjuhallinn 8 miljónir króna, en nú er tekjuhalli áætlaður 30J miljón. Þarf ekki að taka það fram, hve ískyggilegt þetta fjármálaástand er, þótt sú sé bót í máli að landið er frjósamt og þjóðin auðug þrátt fyrir alt og því vel fær að bera þungar byrðar. Tekjuhallinn stafar auðvitað af auknum kostnaði til hermála. Það er eins og hin mikla uppgangs og gróðaöld Dana sé liðin. Nú er farið að berjast í bökkum og safna skuldum. Eiga útlendir menn geysimiklar eignir í dönskum verðbréfum auk þess sem bein ríkislán ná til. Eftirmaður Skats Bördams Sjálandsbiskups er orðinn Peter Madsen, fyrverandi háskólakennari.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.