Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 82

Skírnir - 01.12.1909, Blaðsíða 82
370 Erlend tiðindi. og komst síðan inn í Holsteinsráðuneytið sem helzti maðurinn að forsætisráðherra frátöldum. Óánægjan yfir þessu braust út skömmu eftir að Hollsteinsráðuneytið tók við. Vildu mótstöðumenn Christensens að múgur og margmenni gengi á konungsfund til þess að mótmæla því, að Christensen sæti í ráðuneytinu, en konungur neit- aði að sjálfsögðu að taka á móti mönnum í slíkum erindum. Varð það úr, að mikill mannsaftiaður fór um götur Khafnar 29. ág. með blaktandi fánum og endaði svo för þessi með harðorðum ræðum í garð Christensens. Er þetta hreif ekki, var undirskriftum safnað um land alt og jafnvel erlendis til þess að krefjast þess, að Christ- ensen viki úr ráðherrasæti. Rituðu undir áskorun þessa 65 þús. manna í Höfn, en 76 þús. utan Hafnar. Lauk þessu svo, að 18. okt. fór Christensen úr ráðgjafasæti. Þegar Zahlesráðuneytið tók við völdum, var það eitt af loforðum þess að fá alt þetta mál rannsakað af ríkisdómi. Þessu hefir síðan verið hrundið i fram- kvæmd og var Christensen og Berg stefnt fyrir ríkisdóm, hversu sem mál þeirra ráðast. Þá er annað mál, er Dönum þykir miklu skifta og Zahles- ráðuneytið ætlar sér að fá komið áleiðis. Kjördæmaskifting f Danmörku er nú orðin úrelt, svo að sum kjördæmi hafa hálfu meiri fólksfjölda en önnur. Nú stendur til að umsteypa kjördæm- unum og jafna þau. Þeirri nýbreytni hefir Zahlesráðuneytið komið á, að ráðgjaf- arnir hafa afsalað sór öllu titlatogi og einkennisbúningum. Er þetta að vísu lítilvægt en ekki ólíklegt að vel mælist fyrir hjá allri alþýðu, sem ætíð er lítið um tildur höfðingjanna gefið og hé- gómaskap. Fjármál. Vér höfum sjaldan heyrt það, íslendingar, að Dönum verði fjárskortur, en þó er svo nú. Síðastliðið fjárhagsár var tekjuhallinn 8 miljónir króna, en nú er tekjuhalli áætlaður 30J miljón. Þarf ekki að taka það fram, hve ískyggilegt þetta fjármálaástand er, þótt sú sé bót í máli að landið er frjósamt og þjóðin auðug þrátt fyrir alt og því vel fær að bera þungar byrðar. Tekjuhallinn stafar auðvitað af auknum kostnaði til hermála. Það er eins og hin mikla uppgangs og gróðaöld Dana sé liðin. Nú er farið að berjast í bökkum og safna skuldum. Eiga útlendir menn geysimiklar eignir í dönskum verðbréfum auk þess sem bein ríkislán ná til. Eftirmaður Skats Bördams Sjálandsbiskups er orðinn Peter Madsen, fyrverandi háskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.