Ný félagsrit - 01.01.1860, Page 118
118
FERDASAGA GR þvZKALANDI.
krdkar sem fara veríir, þætti mér líklegt ab hér eigi af)
lesa v. ef ekki vi. Nú koma allar þrjár leiSir saman í
Mainz, en þafean og til Strasborgar eru taldar fimm dag-
leibir. þaö lætr nærri, því vegrinn er vel fjúrar til fimm
þíngmannaleihir, en þrjár þafean og til Basel, eru því átta
dagleiðir eptir Ríndalnum, en 18 (21 ?) dagleifeir frá Har-
borg og tilBasel; nú fara menn þab á járnbraut á tæpum
tveim dögum.
Frá Harborg er farið mefe gufuskipi ofan Elfuna til
Hamborgar. Hamborg var fyrrum frjáls ríkisborg. og er
nú ein af fjórum þjóðstjórnarborgum þýzkalands. I fyrnd-
inni var borg þessi merkileg; hér var aðalerkibiskups-
stóll, sem öll Norferlönd og Island laut undir, og héðan
hófst kristnibob til Danmerkr og Svíþjóbar. Síbar var borg
þessi á midöldunum í hinu mikla verzlunar - sambandi
(Hansa), og nú er þessi borg ein hin mesta verzlunarborg í
Norbrhálfunni; hún liggr vib Elfuna, og öll þau lönd, sem
liggja ab Elfunni, eru því svo sem upplönd Hamborgar.
Iþróttir, ibnabr og vísindi eru lítil í Hamborg; allt er
kaupskapr, og eru héðan vibskipti vib allar heimsálfur.
Gamlar byggíngar eru hér og engar; hin gamla borg er
ljót og kröpp, en fyrir 16 árum brann mikib af borginni,
og hefir hún síðan risib upp miklu skrautlegri. Ain Alster
myndar í iniðri borginni stóra tjörn, líkt og tjörnin í
Reykjavík, kríngum þessa tjörn er fegrsti hluti borgarinnar
bygðr í hvirfíng, heitir Jungfernstieg annarsvegar, en hins
vegar Alsterdam. En eptir Elfunni sigla ótal skipa, og er
sigla vife siglu sem tré í skógi, og flytja héfcan varníng
þvzkalands í allar heimsálfur. Altona er svo sem for-
stabr Hamborgar, og er stígr stuttr milli borganna. Altona
heyrir undir Ðanakonúng. í samanburbi vib Hamborg er
Altona fornfáleg og fátækleg, og stíngr mjög í stúf vib