Ný félagsrit - 01.01.1872, Page 16
16
Um lagaskóla á Islandi.
allt ö&ruvísi, eins og kunnugt er, og lángtum lengri og
margbrotnari en hjá oss. — Sama er a&segjaum kaupa-
bálk (Obligationsret). I Danmörku er félagslífife miklu
margbrotnara en hjá oss, og þessvegna ymsar stofnanir
þar, einkum aí) því er snertir kaupmennsku og farmennsku,
er vér höfum ekki, og engar reglur eru því um í vorum
lögum. Um dómsköp (Procesmaade) er þab þessu
næst ab segja, ab þau eru mjög svo ólík í Danmörku og
hjá oss, sérílagi í einkamálum (borgaralegum málum) og
ab því leyti, ab reglur danskra laga um þab efni eru marg-
i'alt lengri, fjölbreyttari og flóknari en hjá oss, því réttar-
farsreglur vorar eru mestmegnis sni&nar eptir reglum þeim,
er í Danmörku gilda a& eins um eina tegund mála, nefni-
lega um lítil skuldamál (tilsk. 6. Aug. 1824, sem aldrei
hefir verib lögleidd á Islandi). I sakamálum eru dóm-
sköp vor og lángtum einfaldari, einkum reglurnar um
varnarþíng sakamanna. — Sakamannalög vor og Dana
eru ab vísu mjög svipub, einkum sí&an hin nýju hegningarlög
25. Juni 1869 voru valdbofein á Islandi, en alveg eins eru
þau þó ekki. Um stjórnarlög er þess getandi, ab a&al-
stjórnarlög Dana, grundvallarlögin 5. Juni 1849, eru ekki
lög á Islandi, eins og kunnugt er. — þ>á er og kirkju-
réttur vor og Dana talsvert frábrugbinn hvor öbrum í
ymsum greinum. — Loks er enn réttarsaga vor næsta
ólík réttarsögu Dana, eins og hverjum manni er auösætt,
og er þab þó harla merkileg grein lögfræbinnar1. — Mun-
urinn á lögum vorum og Dana er, eptir því sem hér er
*) Um mismun á íslenzkum og dönskum lögum sbr. Magnús Steph-
enseu í Doktorsritgjörð hans: Commentatio de legibus, quæjus Is-
landicum hodiemum efficiant. Havn. 1819. — Jón Sigurðsson:
um landsréttindi íslands i Ný. Fólagsr. XVI, 1—110; — Benedikt
Sveinsson í Alþíngistið. 1861, bls. 1640—1611.