Ný félagsrit - 01.01.1872, Síða 29
Um lagaskóla á ísl&ndi.
29
í Kaupmannahofn, og lærdóm og allskonar yfirburíi þeirra,
er þar ná embættisprófi, skuli vantreysta þeim til afc búa
menn undir embætti á Islandi svo vib sé unandi; þeir
komast þar aubsjáanlega í mótsögn vií) sjáifa sig, og geta
eigi borib þab af sér me?) því ab segja, ab þeir hafi átt
vib vankunnáttu kandídatanna frá Kaupmannahöfn í ís-
lenzkum lögum, og þessvegna eigi treyst þeim til ab
kenna þau, því ab eptir þeirra skobun eru engin eba svo
ab segja engin íslenzk lög til, þab er ab segja ekki annab
en sömu lögin og Danir hafa, og kennd eru vib háskólann.
þessi vibbára er og því undarlegri, sem þessum andvígis-
rnönnum lagaskóla stofnunarinnar hlýtur ab vera þab kurin-
ugt, eigi síbur en öbrum, ab vib Kaupmannahafnar háskóJa
oru þab í rauninni eigi prófessórarnir, heldur tilsagnar-
mennirnir (manúdúkturar) sem svo eru nefndir, sem búa
stúdenta undir embættispróf í lögum, og þessir menn eru
þó eigi annab en kandídatar frá háskólanupi. Oss virbist
því engin ástæba fyrir lagaskóia-óvinina til ab vantreysta
því, ab fá megi menn, sem færir sé um ab kenna í ís-
lenzkum lagaskóla, eptir því sem þeir líta á málib. En
frá voru sjónarmibi, og allra þeirra, sem kannast vib
ab til sé íslenzk lög, og kennslan í þeim eigi ab vera
abalatribi tilsagnarinnar vib lagaskólann, er fullkomin
ástæba til ab óttast kennaraleysi. Lögfræbíngar vorir
hafa aldrei átt kost á tilsögn í íslenzkum lögum, og
þekkja þau því ab eins ab því leyti, sem þeir hafa
kynnzt þeim í embættisstörfum sínum; þau atribi þeirra,
er hver einstakur embættismabur fyrir sig hefir eigi bein-
línis þurft á ab halda, munu honum ab vonum ab mestn
ókunn, nema svo sé, ab hann hatí haft laungun, tíma og
tækifæri til ab lesa þau, eigi síbur en hin atribin, er hann
hefir þurft á ab halda. Sem embaútislausir vísindamenn