Ný félagsrit - 01.01.1872, Page 58
58
Um lagaskóla á Islandi.
tóm apturför, aö fara aö kenna lög á íslandi. þeir hafa
feykilega lotníngu fyrir háskólakennslunni, en lítilsviröa
aö því skapi vísinda-tilraunir á íslandi, og vantreysta þeim.
En hér kemur þaö aptur fram, sem áöur er minnzt á, aö
þessir menn eru lángtum danskari en Danir sjálfir; því
fjölda manna meöal Dana, og þaö einmitt beztu lögfrteöíng-
um, þykir kennslan vife háskólann eöa kennslu-aöferöin svo
miklum annmörkum og ókostum bundin, ab þeir kalla
hana óhæfa, ekki vegna þess, ab kennararnir (prófessór-
arnir) sé ekki nógu lærÖir — öllum kemur saman um,
f
ab í því efni sé þeim alls eigi ábótavant — heldur einmitt
vegna þess, ab þeir sé lángt of fjöloröir, beiti lángtum meiri
nákvæmni og smásmygli í fyrirlestrum sínum, en neinni
átt nær, eöa stddentum komi aö neinu haldi, og ofbjóÖi
þannig lögfræ&ínga-efnunum, svo þeirveröi afe reglulegum
húfearjálkum, gángi sér alveg til hdfcar á því, aö læra öll
þessi ósköp, sem þeim er sett fyrir, missi svo allan áhuga
á náminu og yndi af því, alla vísindalaungun, og þegar
þeir svo loksins sé búnir ab Ieysa af hendi próf, eptir 6
eöa 8 ára strit, sé þeir orönir svo úttatigaöir og sárleiöir
á öllum saman lagalestrinum, sem auk þess er mestmegnis
fólginn í því, ab læra allar romsur prófessóranna utan-
bókar, aö þeir veröa guösfegnir aí> hætta og líta aldrei
framar í nokkra lögfræöisbók, nema þa& sem þeir þurfa
beinlínis á ab halda í erabættisstörfum sínum í hvert skipti.
Eptir lögum1 eiga prófessórarnir a& hafi lokiö fyrirlestrum
sinum yfir hverja hinna lengri kennslugreina á einu ári,
e&a tveimur missirum aö minnsta kosti, en til fyrirlestra
í hinum minni greinum er þeim bannaö aí> ey&a meiru en
einu missiri. JSnn fremur er þeim bo&ib, a& hafa prent-
') For. 30. Decbr. 1839 § 4, í Lagas. handa íslandi XI, 418—422.