Ný félagsrit - 01.01.1872, Blaðsíða 81
Um verzlun og verzlunarsimtök
81
ab öllu ö&ru, þab er samtök til þess ab nota verzlun
landsins sem bezt í vorar þarfir, og kappkosta afe leiba
ágóbann af henni heim í Iandib, í stab þess ab láta hann
renna út úr því og til annara. I þessu máli eigum vér
alit undir oss sjálfir, því þar getur enginn kaupmabur,
enginn sýslumabur, enginn stiptamtmabur, enginn konúngs-
rábgjafi, ekki einusinni konúngur sjálfur sagt vib hinn
aumasta kotúng: l4hér stendur alveg á sama, hver þín ósk
eba vili er, þú skalt nú verzla vib þenna kaupmann og
engan annan!” — Nú er alltkomib undir manni sjálfum,
vib hvern mabur vill verzla, og ef allir bændur í einni
sýslu koma sér saman um ab verzla vib einn kaupmann,
hvort heldur í félagi eba hver um sig, þá er aubsætt,
bæbi þab, ab þeirri verzlun er vel borgib, og eins hitt, ab
enginn getur haft yfir því eba bandab í móti því. Vér
ályktum því þar af, ab verzlun landsins er alveg á valdi
landsmanna sjálfra, þeir þurfa ekkert annab, en ab koma
sér saman um, hvernig þeir vilja haga henni sem bezt í
sínar eigin þarfir; verbi hún þeim þá ekki hagfelld, þá
er þab þeirra eigin handvömmum ab kenna, og þær eiga
þeir ab geta leibrétt. þannig hefir verzlun vor verib síban
1855, og þab er útlit fyrir, ab mönnum sé nú farib ab
skiljast þab. svo ab nú sé heldur von til, ab menn vili
heyra og geti skilib nokkur orb um verzlunarsamtök.
Vér sögbum, ab verzlunin hjá oss nú sé alveg á
voru eigin valdi, því hver einn geti nú verzlab hvar hann
vili, og þurfi engan ab spyrja um leyfi til þess. þetta
er nú öldúngis satt í sjálfu sér, en hér fer einsog Franklín
sagbi, ab l4letin tekur af oss tvöfaldan skatt, óþarfakaupin
þrefaldan og heimskan fjórfaldan”, og þessa skatta geta
hvorki lögin né yfirvöldin lækkab né tekib af. þab eru
l4kaupstabar-skuldirnar”, segja menn, sem binda allt á klafa,
6