Ný félagsrit - 01.01.1872, Page 83
Uiq rerzlun og verzlnnarssmtok
83
einokunarhorti, því þaí) var eins og landsmenn væri þeim
samddma um, aíi svo ætti aí) vera, og þó þeir kvörtubu
sárlega í sinn hóp, þá varö aldrei úrræöiö annaö en oröin
tóm, eöa álas viö kaupmenn, en aldrei nein sú fyrirtekt,
sem gæti bætt úr göllunum, eöa komiö verzluninni í nýtt
horí' og kveikt nýtt líf í athöfnum manna. þetta var eins
og einokun verzlunarinnar væri oröin ólæknanöi þjóöarsýki,
sem ætlaöi a& iýlgja oss lengur en nokkur ættarfylgja,
og draga úr oss ekki einúngis allt framkvæmdaraíl, heldur
og líka allt hugsunaraíi, svo a& sjáandi sáu menn ekki
og heyrandi heyr&u þeir ekki hver a&ferfe höf& var, til
þess a& halda hinni gömlu stefnu einokunarinnar og kúg-
unarinnar, e&a þeir höl&u ekki snerpu til a& beita sér,
öldúngis eins og sá ma&ur, sem lengi heíir legi& í böndum,
a& þegar hann er leystur hefir hann í fyrsta brag&i ekki
fjör e&a afl til a& teygja Iimina og spenna vö&vana, svo
hann geti sta&i& upp og fari& fer&a sinna og neytt frelsis
síns; hann er í fyrstu sem höggdofa, ogþarf umhugsunar
tíma, þartil hann kemur þvf fyrir sig a& hann ver&i a& reyna
hvort hann sé laus og geti neytt lima sinna.
Kaupmennirnir þekkja á fólk manna bezt, og þeirra
vissasta rá& til a& halda öllu sem fastast í gamla horfinu
hefir veri& þa&, a& binda menn a& sér me& skuldunum.
í þa& band gánga margir fúsastir, vegna vanans og í von
og trú, a& gjaldi& ver&i ekki svo þúngbært, e&a þá og
stundum beint af ney&, eptir a& menn eru komnir í örþrot,
optlega því mi&ur fyrir óhyggilega a&ferö sjálfra sín. Á
gó&u árunum láta kaupmenn fúslega til lán, þegar þeir
sjá a& allt gengur grei&lega, og eru þá einmitt eggjandi
þess a& láta skuldina standa, e&a jafnvel aukast ef skuldu-
nautur vill, en þegar er har&nar í ári, þá gengur kaup-
ma&ur i'ast eptir a& skuldin ver&i borguö, og ef þa& fö
6»