Ný félagsrit - 01.01.1872, Side 105
Um Terzlun og Terzlunarssmtök.
105
sta&izt vib bærileg kjör, án þess hán aí> miklu leyti
reki verzlun sína sjálf.”
þaí) væri líklegt, aí> menn almennt tæki nákvæmlega
eptir þeim lærdömum og áminníngum, sem hér eru gefnar
af forstöíiumanni félagsins. Orb hans eru því þýbíngar-
meiri, sem þau komu fram rétt á eptir ab hann var ný-
kominn út meb sigri og meí) fullt skip af vörum, sloppinn
frá öllum þeim krækjum, veibibrellum og vopnagrélum,
sem egnt hafbi verib fyrir hann og fvrirtæki hans.
Annab félag Norblendínga er ((félagsverzlanin viö
Húnaflúa”. Húnvetníngar höfím lengi fundib til, hversu
þeim var misbobib í verzlunarviöskiptum vib kaupmenn,
einsog öbruin, en þú virtist þeim þetta heldur fara í vöxt,
og stefndu því fund meí> sér; var þar valin þriggja
manna nefnd, og sú nefnd (Páll Vídalín — Petur Eggerz
— Sveinn Skúlason) samdi bofcsbréf, og skoraÖi á menn
aö stofna félag til verzlunar, og leggja til þess, hver eptir
vilja og efnum, samkvæmt lögum þeim, sem félagib
haföi tekib sér. I bobsbröfi þessu er tekib fram, hvab
knúö hafi menn til ab rábast í þetta fyrirtæki, því þar
segir svo:
((A hinnm seinustu árum hafa ... hinir dönsku
kaupmenn vorir fært sig þaí> upp á skaptiö í verzl-
unar vibskiptunum vib oss, ab þeir ekki einúngis hafa
skamtab oss eptir gebþútta allt verblag á
útlendum sem vorum eigin vörum, eins og
vandi er til þar sem verzlunin er einúngis þiggjandi,
heldur einnig sumir fært oss meira og minna
skemmdar vörur, svo sem maÖkaí) korn og
fleira, og selt oss vísvitandi sem úskemmdar
væri”.
Nefndarmenn færa einnig þar i bobsbréíinu ástæöur fyrir,