Ný félagsrit - 01.01.1872, Síða 107
Um terílun og verzlunjr&amtök.
107
en þetta er ekki ítarlegar tilgreint, einsog í lögum Eyfirb-
ínga. Ab ööru leyti er mart áþekkt í hvorutveggju lög-
unum, og svo er um þab, ab hér er einnig ákvebifc, ab
höfubstöll félagsins skuli vera 800 hlutir á 25 rd. hver.
þess er og getib, ab félagib taki til starfa þegar svo mik-
ill höfubstóll sé fenginu, sem félagsstjórninni þyki nægja
(þó ekki sé 20,000 rd.), og er þab einn vottur þess, hversu
deigir rnenn hafa verib ab byrja þessi fyrirtæki, ab í svo
fjöhnennum hérubum, sem er hvort um sig, líúnavatns
sýsla og Eyjaíjarbar sýsla, þar sem eru þó hérumbil hálft
sjöunda hundrab heimila í hvorri sýslunni um sig, og þar
ab auki eins fjölmenn nábýlishérub, þar fást þó ekki 800
menn til ab voga 25 dölum hver til slíks fyrirtækis sem
þessa, þar sem þó er í augum uppi, ab hluttakendur þurfa
ekki annab en verzla allir vib félagib meb sömu
kjörum og vib kaupmenn, til þess ab græba meira
en þeir; og þeir þurfa þarhjá ekki ab verzla meb alla
vöru sína vib félagib, því þab gæti varla tekib vib henni
allri fyrst í stab, heldur mætti þeir sér til glabníngs og
vanaskemtunar verzla eins vib kaupinaun eptir sem ábur
ab miklum hluta, til þess ab venja hann ekki frá allt of
hastarlega.
Stjórnin í félagi Húuvetnínga var kosin meb nokkrum
öbrum hætti en í Gránufélaginu. þar skyldi á fundi
hlutamanna kosnir frá 12 til 20, sem skyldi vera fulltrúar
félagsins, eptir tölu hlutamanna í hverri sýslu, en þessir
fulltrúar skyldi aptur kjósa þrjá menn í félagsstjórn, sem
skiptist til svo, ab einn gengi úr á hverju ári, en mætti
þó verba kosinn á ný. Atkvæbi skyldi menn eignast
þannig, ab
1—5 hlutar skyldi gefa 1 atkvæbi
6-10 - — - 2 —