Ný félagsrit - 01.01.1872, Page 109
Um verzlun og varzluuarsamtök.
109
til þess að varna viö, aö hlutamenn gjöri ágófca sinn aö
eyöslueyri, og til aö lífga meira aösókn til félagsins og
til fundanna, þar sem hin nýju hlutabréf áttu aÖ veröa
boöin upp; ef féiaginu gengur vel, þá má eiga von á aö
margir vili eignast hlutabréf, og yröi þaö mönnum hinn
bezti sparisjóöur.
NorÖlenzku félögin hafa valiÖ sína leiöina hvort. Annaö
félagiö, félag Eyfiröínga, hefir verzlunarskipti sín viö Dan-
mörk, einkum Kaupmannahöfn; félag Hiínvetnínga hefir
viöskipti sín viö Noreg, viö Björgynjarmenn. þó aÖ þetta
sé nú fremur aö tilviljun, heldur en af tilsettu ráÖi, þá
þykir oss þaÖ heppilegt, því þaö ppnar löndum vorum
fleiri vegu til verzlunarviÖskipta og samgángna viÖ aÖrar
þjóöir, og þaö er hiÖ fyrsta stig til aÖ vekja oss til þess
lífs og þeirra framkvæmda, sem oss hefir lengi lángaÖ til
aÖ taka þátt í, en ávallt veriÖ varnaÖ. BæÖi félögin hafa
sýnt þaÖ, aÖ þetta nýja lífsmark hefir þegar sagt til sín,
og ekki látiÖ sig án vitnisburöar, því áhugi manna um
allt lahd er nú sem mestur á félagskap og samtökum til
verzlunar; en félag EyfirÖínga hefir fariÖ aÖ mestu hina
vanalegu braut, svo aö hinir íslenzku forstööumenn þess
hafa ekki þókzt þurfa aö fylgja meö, heldur þókzt geta
treyst erindsrekum sínum. þetta hefir þeim og heppnazt
vel, en vér veröum samt aÖ halda, aö félögin ætti aö
gjöra sér þaö aÖ fastri reglu, aÖ láta ætíö einn af forstööu-
mönnum sínum aö minnsta kosti íylgja vörum sínum og
vera utanlands aö vetrinum, til þess aö geta haft færi á
aö kynna sér allt hvaÖ verzlun og varníngi viÖvíkur á
ymsum stööum, og jafnframt ætti félögin aö taka sig
fram um, aö koma úngum mönnum til mentunar, bæöi í
verzlun og ymsum atvinnugreinum, sem gæti átt viö á
íslandi, einsog líka, þegar færi byöist, aÖ kaupa útlenda