Ný félagsrit - 01.01.1872, Side 113
Um verzlun og verriun»rs»mtök.
113
veri& svo híngab til, ab Islendíngar gátu ekkí notib þar
neins atkvæbisréttar, J»<5 þeir hefbi átt þar hlutabréf.
þetta líkabi ekki þeim Eyjamönnum og Reyknesíngum,
og af því þar eru efnabir menn nokkrir, tóku þeir sig
saman sérstaklega í félag til verzlunar. þeir voru eigin-
lega hvorki allskostar ánægbir mefe sunnlenzku félögin, og
ekki heldur rneð hin norfelenzku, því þeim þótti ekki verzl-
unin geta kallazt innlend nema því ab eins, ab bæbi vörur
og skip og fólk væri innlent og þeirra eigin eign. Félög
Sunnlendínga og Breiöfiröínga ab sunnan verziufcu vifc Björg-
ynjarmenn, án þess afc eiga neitt í verzluninni sjálfir;
félög Norfclendínga stófcu afc vísu sjálf fyrir verzlun sinni,
og áttu fé í henni, en notufcu sér þó lán til skipsútgerfcar
og vörukaupa. En Breifcfirfcíngar afc vestan stofnufcu sinn
félagskap svo, afc þafc skyldi vera
„tilgángur félagsins: mefc samtökum og samlög-
um í verzlunarefnum afc koma á stofn færandi
verzlun” mefcal Íslendínga.
Félagsmenn tóku sig þá saman um, afc skjóta saman
ákvefcinni upphæfc í daiataii, og kusu sér þrjá menn í
afcalstjórn, og tvo deildarstjóra í hverri sveit. Félagifc fékk
sér sífcan þilskip á leigu, sem einn félagsmafcur átti, og
gjörfci þafc út mefc íslenzkum farmönnum og félagsvörum
til Björgynjar. Ferfcin gekk vel og skip þeirra kom heppi-
lega til baka mefc vörur til félagsins, en þafc þótti Björg-
ynjarmönnum nýnæmi, afc þetta skip var hifc fyrsta, sem
var eign Íslendínga mefc allri áhöfn og mefc íslenzkum
farmönnum, er til Björgynjar haffci komifc sífcan fyrir
mörgum hundrufcum ára sífcan, svo afc nú var þafc loksins
orfcifc ósatt mál um Íslendínga'afc „enginn kunni afc sigla”.
Hvort ferfc þessi hafi orfcifc ábatasöm, er allt annafc mál,
en vér ímyndum oss, afc félagsmenn hafi helzt ætlazt til
8