Ný félagsrit - 01.01.1872, Page 127
Prjónakoddi stjórnarinn&r.
127
kröfu til aÖ eiga atkvæöi hjá konúngi, eöa í ráöi hans.
Eigi aö síöur hefir þar enginn atkvæöi af Islands hendi,
og enginn nema þeir, sem hvorki þekkja landiö né kunna
túngu landsmanna, enda ekki hafa séö ísland, nema ef til
vill á landabréfum eöa t draumi.
6. þa& er þjóbkunnugt, aö ísland hefir aldrei veriö dönsk
nýlenda, og stjúrnarráöin sjálf hafa seinast á einveldis-
tímunum lýst því, aö þau viöurkenndi þetta, eptir aí> þau
höföu þú optlega áöur taliö ísland meö nýlendum. Eigi aí>
síöur lætur stjúrnin nú, sem hún viti þetta ekki eöa hafi
gleymt því, og setur ísland í nýlendu-flokka sína.(t. d.
í lagatíöindum sínum og stjúrnarráöa-tíöindum og viö yms
önnur tækifæri), og er nú aö leitast vi«b aö setja saman
nýlendustjúrn á Islandi á sjálfs íslands kostnaö.
7. þaö er kunnugt, a& þegar stofnuÖ var hin íslenzka
stjúrnardeild meí) konúnglegum úrskuröum 10. Novbr. og
8. Decbr. 1848, þá var þaö konúngs skipan, aí> forstööu-
maÖur þessarar stjúrnardeildar skyldi bera öll íslenzk mál
fram fyrir þann danskan ráögjafa, sem stæöi fyrir samskonar
málum. Eigi aí> sí&ur hefir forstöímma&ur hinnar íslenzku
stjúrnardeildar, aö því er kunnugt er or&iö, aldrei fengiö
ab fylgja íslenzkum málum fram viö aöra rá&gjafa en
dúmsmálará&gjafann og kirkju og kennslumála ráögjafann,
og þar aí> auki hafa sum merkileg mál veriö dregin undan
hans ráöum, svosem úrskurfar-atkvæöi í öllum íslenzkum
reikníngamálum m. fl. — þessi mál hafa jafnvel aí> öllu Ieyti
veri& tekin frá stjúrnardeildinni og Iög& undir danskar
skrifstofur. A seinni árum sést ekki einusinni nafn for-
stö&umannsins undir því, sem kemur út frá stjúrninni í
gegnum hina íslenzku stjúrnardeild.