Ný félagsrit - 01.01.1872, Blaðsíða 136
136
Pijón»koddi stjórnarinn»r.
því aí) ota Dönskunni spillir stjórnin bæí)i lögunum, laga-
málinu og þíngstöríum alþíngis. Ef frumvörpin og síban
lögin væri einúngis á íslenzku, þá mundi skjótt ráfcast
bót á þessu, en stjórnin lætur eins og hún taki öld-
úngis ekki eptir því.
4. Kristján konúngur áttundi sýndi mörg merki þess,
ab hann vildi ekki einúngis veita oss alþíng sem þjób-
fulltrúa þíng, heldur og sýna því þá virbíng, sem hver
landstjórn er skyldug ab sýna fulitrúaþíngi þjó&arinnar.
Stjórnarráfein voru tregari til þessa, og þab sýnist hafa
gengib í erfbir til íslenzku stjórnardeildarinnar. Konúngur
skipabi beinlínis, ab taka sem mest til greina breytínga-
tillögur alþíngis, og var þó þá alveldisstjórn um allt
ríkib. Nú eru tillögur alþíngis engu meira metnar, eba
enda brotnar á bak aptur fyrir tillögur konúngsfulltrúa
eins, eba einhvers rábgjafa í Danmörku, sem enginn veit
neitt um og aldrei hefir ísland séb, og þó á svo ab heita
sem nú gildi þjóbfrelsi og þjóbstjórn í Danmörku og all-
stabar í ríkinu, en konúngur hefir, eins og kunnugt er,
lofab oss „sama réttlæti og sömu velvild”, eins og öbrum
þegnum sínum.
5. Frá forseta í rábi konúngs, Holstein greifa, er komin
út auglýsíng 27. Januar 1872, sem birtir á íslandi (dönsk)
lög 11. Februar 1871, um hvernig haga skuli ríkisstjórn
þegar konúngur er ekki stjórnarfær fyrir æsku sakir eba
sjúkleiks, eba hann er fjærverandi; þarmeb er og birt
konúngleg auglýsíng 18. Novbr. 1871, sem bobar, ab kon-
úngsefni skuli stjórna í vetur í fjærveru konúngs. þessi
lög frá 11. Februar 1871 hafa ekki verib sýnd alþíngi
1871, þó færi gæfist til þess, og mun þetta vera hin
fyrsta auglýsíng, sem er bygb á stöbulögunum svonefndum
(2. Januar 1871), en alþíng hefir ávailt mælt á móti, ab