Ný félagsrit - 01.01.1872, Qupperneq 141
Prjónakoddi stjórnarinnar.
141
kondngsfulltrúi, allt eptir því, getur mafcur meft sanni
sagt, seni á stjúrninni liggur í þann svipinn, eba konúngs-
fulltrúa, eSa eptir því sem upp horfir á teníngnum, en
eptir engri þínglegri eba lagalegri reglu. — 16. grein hefir
stjúrnin hahlif) því, sem í frumvarpi hennar stúb, a& sá,
sem segir rángt til afla síns, skuli auk sekta gjalda' til
læknasjú&sins þrefalda upphæð við það, sem hann hafi
dregið undan; þetta var fellt á alþíngi, en konúngsfulltrúa
þútti ástæða til að halda því, og — því er haldið.
10. Tilskipan 12. Februar 1872, um stofnun bún-
aðarskúla á Islandi, er tekin eins og stjúrnin hafði búið
hana til í frumvarpinu til þíngsins 1871, en tillögum al-
þíngis til breytínga er ekkert sinnt. I þriðju greininni er ný
breytíng, sem stjúrninni hefir sjálfri dottið í hug á eptir,
þegar hún var að búa tilskipunina úr garði.
Samtengd þessari tilskipun um búnaðarskúlana er
auglýsíng frá dúmsmálastjúrninni (Krieger) 21. Februar
1872, sem skipar að byrja að heimta gjald til búnaðar-
skúlanna á manntalsþíngum 1873, og skuli það vera fyrst
utn sinn lVs sk. af hverju jarðarhundraði nýju jarðabúkar-
innar. Amtmanni eru þar fyrst um sinn fengin umráðin yfir
fénu, ogskalhann senda dúmsmálastjúrninniárleganreikníng.
11. (<Tilskipun um pústmál á íslandi” er komin út
26. Februar 1872. Frumvarp það, sem lagt var fyrir alþíng
1871, hafði þá fyrirsögn, að það var kallað ((Tilskipun
handa íslandi um pústmál’’, en stjúrnin túk sér sjálfkrafa
fyrir hendur að breyta fyrirsögninni í því skyni, að þar
nteð skyldi verða bent til, að hér væri að eins að ræða
um pústmálin á íslandi sjálfu, en ekki milli Islands og
annara pústumdæma, heldur skyldi reglurnar um þau mál,
sem þar að lúta, vera á valdi dönsku stjúrnarinnar ein-
úngis. Hér er því efnisbreytíng, sem alþíng hefir aldrei