Tímarit - 01.01.1869, Side 76

Tímarit - 01.01.1869, Side 76
76 bæanöfn og örnefni kend vid «þíng» annarstaðar en á vor þíngstöðunum fornu, og munu flest þeirra vera frá þessum haust þíngum, en þó ekki öll, því sum eru miklu ýngri. í*að var alltítt að sýslumenn settu «þíng» úti'tá víðavángi á þar til völdum stöðum, þegar saka- menn voru «réttaðir», eru sumir þeirra staða kendir við «þíng». Optast mun samt mega þekkja þá frá hinum, því á þeim eru engin fornvirki, en opt eru þar dysjar í nánd eða örnefni kend við «gálga» eða þess konar. Svo er t. d. hjá Hagaí Gnúpverjahreppi, að «í’íngnes» heitir þar krókur einn við tjórsá, en «Gálgaklettar» heita þar litlu neðar með ánni. «Þínghóll» heitir hjá Stórólfshvoli, og skamt þaðan «Gálgaklettar», en Stór- ólfshvoll var laungum sýslumannssetur. Apiur eru forn- virki vön að sjást á hinum fornu þíngstöðum, nema þar sem þau eru eydd af manna völdum eða náttúrunnar, en það er nú helzt of víða tilfellið, því er von að margir þeirra séu gleymdir, þegar þeir höfðu ekki nafn sitt af þíngi eða þvílíku, heldur einhverju öðru, eins og t. a. m. Laxárholt, svo ekki er að búast við því, að menn geti fundið alla haustþíngstaðina. Þar að auki er eðlilegt, að haustþingið hafi verið haldið á vorþíngstaðnum í því goðorði, sem þar átti þínghelgi. Þó er þetta ekki til- fellið með Laxárholt, því vorþíngslaðurinn Árnes er líka í Gnúpverjahreppi, en það mun hafa verið undantekn- íng. Enn fremur má leiða talsverðar líkur að því, að «Leið» hafl verið haldin í goðorði hverju, eða þriðjúngi hverjum fyrst framan af, og er þá eflaust að þær hafa verið haldnar á haustþíngstöðunum, mun því sumra af þeim að leita áþeim stöðum, sem eru kend við «Leið» t. a. m. Leiðarhólmur, Leiðarhöfn (?), Leiðaröxl, Leið- völlur — en «Leiðarskeið», sem Landnáma nefnir (5. p.,

x

Tímarit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.