Tímarit - 01.01.1869, Síða 80
80
má ætla að hann hafl ætíð gjört það, þegar annar var bet-
ur til fallinn, heflr sá þá komið fram sem fullmektugur
goðans til Leiðar framsagnar — svo mun mega kalla
það —. En þó það hefði verið föst regla, að velja til
þess þann mann sem hæfilegastur var, án tillits til þess
hvert hann átti manna forráð eða ekki, þá gefur að
skilja, að hægra var að flnna einn hæfilegan mann í
hverju þíngi, heldur enn sinn í hverju goðorði, því hafa
meun fækkað Leiðum og fært þær saman, til að girða
fyrir ósamhljóðun í útbreiðslu laganna. Þetta heflr sjálf-
sagt verið að lögum, löngu áður enn Grágás var rit-
uð, og víst heflr það snemma, eða ef tilvill einnafyrst
komist á í Rángár þíngi, það sést af Njálu (Cap. LXIV),
Njáll var á Þíngskála þíngi um haustið. Það hefir hlot-
ið að vera Leið, því ekki var Njáll þíngmaður þeirra
Hofs feðga, svo hann þyrfti að sækja haustþíng í þeirra
sveit, og ekki heldur Leið ef sín Leið hefði verið í
hverjum þriðjúngi þíngsins. Af sama stað má jafnvel
ráða, að Njáll hafi haft þar Leiðar framsögn, enda var
enginn betur til þess fallinn, «þá friðhelgaða eg Gunn-
ar» sagði hann; heör hann lýst því yflr, að það væri
lög: að þó einn hefði unnið til óhelgi sér, þá væri
hann friðhelgur, þá er hann hafði boðið óvin sínum al-
sætti, og með því honum væri falið á hendur að birta
mönnum lög, gat þessi yfirlýsíng orðið bindandi fyrir
hlutaðeigendur, sem formlega auglýst lög, Og þó þetta
hafi máske ekki verið óumflýjanlega nauðsynlegt, þá
er hitt þó eptirtektavert, að þegar Njáll kom því til
leiðar, að fimtardómur var settur, taldi hann sig með
þeim, «sem lögunum ætti að stýra» (Njála kap. 98, bls.
149), og var þó Njáll ekki goðorðsmaður.
En þó þannig allt lúti að því, að hver þriðjúngur