Tímarit - 01.01.1869, Side 85

Tímarit - 01.01.1869, Side 85
85 þannig lengst af verið þíngmaður Runólfs, enda var Runólfur aldrei móti honum, né Gunnari vin hans. Haustþíngstaður Dalverja verður ekki til nefndur að svo komnu, þó má geta til að hann hafi verið í Steina- helli. Dalverjar skipuðu Dalverjabúð á alþíngi, og má það vera hin sama sem nú er kölluð Njálsbúð, því í henni heflr Njáll verið. Fyrir utan Þverá tekur þá við miðhlutinn, og er eðlilegast, eins og áðnr er sagt, að ytri Rángá skilji hina vestri þriðjúnga þíngsins. En það virðist í fyrstu ætla að verða vafasamt, þegar þess er gætt, að Hrafn Hængsson hafði lögsögn framundir 950, og virðist sjálf- sagt, að hann hafl alla þá stund verið Rángæínga goði, en Mörður gýgja var þegar 940 orðinn mestur höfðíngi í Rángárþíngi, er að sjá sem þeir Hrafn hafi haft sitt goðorð hvor. Liggur þá næst að ætla, að Sighvatur rauði hafi tekið upp goðorð, er gengið hafi í ætt hans, og Mörður gýgja fengið að erfðum. Á þessu eru þó ýms ólíkindi. Sighvatur hefir verið tvíkvæntur; hefir fyrri kona hans heitið Rannveig, en ekkihefir hún verið dóttirEy- vindar lamba. Sigmundur hefir verið þeirra son, faðir Þorgerðar konu Önundar bílds, Unnar, er Sæbjörn átti, Marðar gýgju og Rannveigar móður Gunnars á Hlíðarenda. Aptur mun óhætt að trúa Eglu til þess (Egilss. kap. 22, bls. 43), að Geirlaug héti dóttir Eyvindar lamba, sú er Sighvatur átti, hefir hún verið seinni kona hans. Þeirra synir munu þeir hafa verið. Lambi faðir Sigmundar og Sigfús faðir Sigfússona, Lambi hét einn þeirra, og er það ættarnafn frá Eyvindi lamba. Sighvatur og Geirlaug hafa víst verið nygipt er þau komu út, og getur það ekki hafa verið fyrir 900, en ef til vill heldur síðar, því svo

x

Tímarit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.