Gefn - 01.07.1872, Side 7
7
Hvað er nú orðið úr Frakklandi ? Valkestir af drepnum
skríl! Svo voru einnig veldi Assýríu og Egiptalands fyrir
laungu; hvað er nú orðið af peim? Rústir og grjóthaugar,
hvumleiðir svipir, sem þruma með ógurlegri rödd um dauð-
ann og gröfina, eins og Shelley kveður um Ozymandías
konúng, sem var haugsettur með svo mikiili dýrð að allt
þótti fölna fyrir:
My name is Ozymandias, king of kings,
Look on my works, ye mighty, and despair!
Nothing beside remains. Round the decay
Of that colossal wreck, boundless and bare,
The lone and level sands stretch far away —
En hvað sögðum vér: dauðann og gröfina? nei, þeir
hljóma líka um lífið, um fornaldarinnar eilífa líf — því vfir
öllu þessu svífur sá kraptur, sem aldrei eyðist, sem mölur
og ryð fær ekki grandað: það er andi mannsins, sem lifir í
myndum, orðum og málum; það er sál mannlífsins, sem
lifir þó líkamirnir íúni og sameinist aptur þeirri moldu sem
þeir eru af' komnir. Orðin og málin eru lyklarnir að sögu
mannkynsins. Sú skýríng, sem málin veita, er ómótmælan-
leg; það er sú eina skýríng sem vert er að hlýða á. Hún
fræðir oss um, að Alexander mikli og hans her var sömu
ættar og enir dökku Indar, sem hann sókti heim; hún fræðir
oss um, að Ásatrúin á sér sama uppruna og þarmeð sjálfir
vér — þessaTverðum vér vísir einúngis af málfræðinni, en
engin forngripafræði getur fræðt oss um það; því þó forn-
leifarnar skýri margt, þá eru þær ónýtar, eða að minnsta
kosti mállaus fræði, nema því að eins að ritin gángi á
undan; fornleifarnar segja oss aldrei frá hverir hafi smíðað
þær, þar sem málin bera sjálf vitni um hverir hafi talað
þau. Mörg orð bera vitni um, að þau hafi verið töluð áður
en Aryaþjóðin skiptist í Inda, Grikki og Germana: vér
komumst fyrir orðanna krapt svo hátt upp í tímann, svo
lángt aptur fyrir alla sögu, að oss »gefur sýn« eða vér