Gefn - 01.07.1872, Síða 20
»Kolh'«; þettu verður ekki skilið bókstafiega, því þar mundu
rnenn hafa nefnt nafn hans annað hvort á frakknesku (eða
valsku, sem þá var) eða á latínu; en nafnið »Kollr« er til
búið af sjálfum Íslendíngum og merkir líklega að Sæmuridi
hafi verið skorin krúna á Frakklandi, og mun hann þar liafa
verið með einhverjum lærðum mönnum eða klausturbræðrum
og ef til vill fengið einhveija klerkvígslu. j>eir sem gengu
undir múnklífisreglu fengu og annað nafn, og þess vegna
segir sagan, að Sæmundur »hafði gleymt nafni sínu«.
Hversu mikið mönnum þókti til Sæmundar koma, sést ekki
einúugis á því, hversu opt til hans er vitnað sem ens
spakasta manns, heldur og á því, að það er talið með enum
mestu dvrðarverkum Jóns helga, að hann »spandi út híngað
með sér Sæmund Sigfússon, þann mann, er verit hefir einn-
hverr mestr guðs kristni til nytsemdar á íslandi«. þetta
höfum vér meö vilja tilfært orðrétt úr Jónssögu, af því
margir kynni kannske að álita það svo sem allöfluga sönnun
á móti því, að svo sannkristinn maður og svo máttug trú-
arinnar hetja hefði getað fengist við ramheiðin fræði, jötna-
þulur og klækileg hrakyrði, eins og sumstaðar eru í Eddu-
kviðunum En vígsla Sæmundar til klerkdóms er því ekki
til minnstu tálmunar; menn mega ekki dæma ena fyrri
klerka með sama madikvarða og síðar; í fornöld voru prest-
vígðir menn opt og tíðum höfðíngjar á sama hátt og goðar
í heiðni. Einmitt á Frakklandi gat Sæmundur og kynnst
Yölsúngasögunum, og þar með myndaðist þetta sambland
norrænna og suðrænna hugmynda, sem kemur fram í þeim
kviðum, og líklegast er, að fyrir hans daga hafi þær sögur
ekki að neinu marki þekst á Norðurlöndum, því í þeim
kvæðum, sem kölluð eru eldri en Sæmundur, kemur mjög
lítið fyrir af þess konar hugmyndum.
Að Sæmundar-Edda sé öll ort á íslandi, annað hvort
af einum manni, eða þá fáum mönnum samtíða og nálægt
hvorr öðrum og á stuttum tíma, má sanna með innri og
ytri ástæðum. Enar innri ástæður eru enir mörgu sam-