Gefn - 01.07.1872, Page 28

Gefn - 01.07.1872, Page 28
28 hafi einn maður fengist við öll kvæðin (ort, ritað, breytt); eða þá, ef tieiri hafa verið, þá haíi þeir ekki einúngis hlotið að þekkja hvorr annars kvæði, heldur og átt heima nærri hvorr öðrum. Venjulega álíta menn, að sum þessi kvæði hafi verið leyndardómar og heilög fræði, sem hafi gengið öld eptir öld á milli »fjölkuntiugra« manna eða enna fornu vísindamanna; en þó vér vitum, að seiðmenn kváðu galdra- ljóð og kunnu þess vegna f'orn fræði, þá vitum vér samt ekki til að neinar Eddukviður eigi að reiknast þar með, og allt sem um þær hefir verið ritað hér að lútandi, er tómt ósannað »postulatum«. J>essi samhljóðan, sem hér er sýnd að ofan, er miklu meiri en tómar »sameiginlegar hugmyndir« eða það að fleirum detti sama í hug: þvert á móti hefir hinn sami maður annað hvort ítrekað sjálfs sín orð, eða þá fleiri menn hafa tekið upp orðin hvorr eptir öðrum. J>essar ítrekatiir finnum vér hjá flestum ef ekki öllum skáldum; þannig segir Shakspeare í Heinreki IV (Part. II. Act. IV): Thou hidest a thousand daggers in thy thoughts, Which thou hadst whetted on thy stony heart; og í Rikarði III (Act. IV): No doubt the murderous knife was dull and blunt, Till it was whetted on thy stone-hard heart — hversu hrifinn Byron var af hugmyndinni um »ocean of hell« má sjá af dagbók hans og bréfum, þángað til hann setti það í »Manfred« ; margar fornsögur eru svo samhljóöa, að höfund- arnir hafa auðsjáanlega hlotið að þekkja hvorr annan; en með tilliti til Eddukviðanna, þá fara menn fljótt þar yfir og ætla að slá menn af laginu með því að segja, að slík sam- hljóðan sé »einkennileg öllum þjóðkvæðum« (— en Eddu- kviðurnar eru einmitt ekki »þjóðkvæði« —): ímynda þeir sér þá að skáldum Hómers kvæða muni hafa dottið í hug heil vers og heilar runur án þess hvorr vissi af öðrum?

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.