Gefn - 01.07.1872, Page 36
36
Helbrúðurin.
(Snúið úr þjóðversku eptir frumkvæði Theodors Körners. Hann
kallar kvæðið „Kynast", sem var nafn kastala nokkurs í Slesíu, er
Bolko hertogi hygði 1292 á átjánhundruð feta háum kletti eða
fjallstindi; þar heitir enn í dag „hetjardjúpið11, og er gjá og
hengiflug þar sem tíðindi þau áttu að hafa orðið sem kvæðið segir
frá. Arið 1675 laust eldíng kastalann og braut hann, og heíir
hann aldrei síðan verið bygður upp aptur.)
Hvað glóir í sól
um grundar ból ?
Brynjur og skildirnir skærir.
Brúin fellur af borgar múr —
Brynhildar kapparnir mærir
láta nú blakkana beysta grund,
bónda ser á bún að kjósa;
fólkið það heimtar, og frjálst er sprund
hið ljósa.
Ágæti á húu að hrósa.
Föðurinn leið,
fold er í neyð,
enginn er öldum að stýra.
Dóttirin bíður ógipt og úng;
|iví koma flokkarnir fíra.
Riddarar fríðir í brynjum blám
brennandi Sjafnar í eldi
ríða til borgar á blökkum gráni
með veldi,
að vita ef svanninn sig seldi.