Gefn - 01.07.1872, Page 38

Gefn - 01.07.1872, Page 38
38 Engum var unnt að vinna þá þraut, áranna liðu svo tíðir; úngfrúar daga úngfrúin naut; um síðir gleymdust þeir garparnir fríðir. Halur kom þá horskrar að fá, ást var í ylsælum barmi; slíkur var enginn um Svafalaud sverði að veifa með armi; Albert var hsrtogi heitinn sá, hann vildi sigra eða deyja, heimtar að freistað hann megi fá, en meyja hræddist, og hann vildi beygja. Bannaði fljóð bölvaða slóð riddara horskum að ríða; þjóna hún sendi með svarrast bann, slíkt mundi þó ekki hlýða. Riddarinn kvað: »fyrst svanninn sór, slíkt verður óhreift að standa. híngað eg ei til að hræðast fór; en vanda að sigra þá svartnættis ganda.« Svo mælti hann; hrundin þá vann sjálf fyrir siklíng að gánga; grátandi heiddi hann gullfögur mær, gulltárið rann niðrum vánga: »Eg elska þig ekki, eg hermi það hreint, hættu, þú mátt ekki ríða; en þú ert svo fagur sem blómtré beint, og fríða fljótt má ei fjörið svo líða.«

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.