Gefn - 01.07.1872, Page 41
41
Keyrði þá jó
kappinn og hló,
kvaddi fyrst bræðurna báða,
og leit á meyna í síðasta sinn,
og sælla hugði til ráða.
Ekki var hálfnuð hættuleg leið.
harmaði bróðir og stundi:
því jórinn fældist í ferlegri neyð
og hrundi,
en hlátur í djúpinu dundi.
Hjartað enn sló —
hleypti þá jó
annar á morðstiginn mjóa;
hátt yfir djúpi til himins hann leit,
hel nam í augunum glóa.
Á leið komst hann miðja, þá leit hann í djúp
lýður að baki hans stundi;
búinn var dauðinn með hrellíngar hjúp:
hann hrundi,
og hlátur í djúpinu dundi.
Heyrðist ei hljóð,
hverr og einn stóð
með tindrandi tárin í augum.
Mærin snérist að þriðja þá
með þýðum hvarmanna baugum:
»Minnstu, að þú ert nú eptir einn,
engum mun takast sú iðja,
faðir þinn aptur þá fær ei neinn« —
að biðja
mundi hún þaunig hinn þriðja.
Eiddarinn kvað:
»Kenni eg það,
eg fer ei þeim frá sem eg unni;
segist því mínum föður sú fregn
að fór eg að lífsins hrunni