Gefn - 01.07.1872, Page 42

Gefn - 01.07.1872, Page 42
42 og það að vér allir einn fórum veg« — hann ýskraði’ og hleypti frá sprundi; leiðin var ekki svo óttaleg: hann hrundi, og hlátur í djúpinu dundi. Meyjar að mold meinslegið hold hneig fyrir harminum sára; hruninna rödd fyrir hlustum saung, hræðileg lindin varð tára; lifandi varð hún sem lagður nár, lauguð í kvalanna straumi, og felt gat hún ekki fleiri tár — í draumi benti’ henni bróðirinn aumi: »Brúðurin blíð, björt og svo fríð, eg kyssi þig kossinum dauða; gef mér nú faðminu, fölvum ná, finnurðu' ei kinnina rauða? Kystu nú tanngarðinn — bleik eru bein bölvuð í signuðum fundi; sástu’ að eg unni þér, silkirein? Eg hrandi, og hlátur í djúpinu dundi.« Drauma svo dró dauðans úr sjó, fullt var það lífið af leiða. Hjartað þá fylltist af hatri og sút, heimur ei slíkt mátti deyða. »Áður mér ánægja bjó í barm’ — þér bjugguð mér kvalanna þúnga! Komi nú hverr sem vill, minn harm hinn únga læknar ei lifenda túnga«.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.