Gefn - 01.07.1872, Page 44
44
E
»Hættu að biðja mig, hetjan úng,
hirtu’ ekki svo um að deyja;
örlaga boð eru ill og þúng,
en meyja
vill þig nú vinna og beygja.«
Riddarinn kvað:
»Reyndu’ ekki það,
eið höfum bæði við unnið:
eg gaf mitt orð, og eins gerðir þú,
út er það víst ekki runnið;
svo búinn aptur eg snúa ei má« —
Svaraði riddara fríðum
mærin: »Eg það samt mundi fá
að bíðum
morguns að bjarmanum blíöum«.
Breiddi hún borð,
blíð voru orð;
drukku þau saman í sölum.
Óttalegt var það eymdar stríð
í ástar nagandi kvölum.
Riddarinn greip þá gígju og saung
um glóandi vín og um yndi
sem ástin veitir sem líði laung
í vindi
gullský af Glaðsheima tindi.
Munarást mær
morðgjörn þá hlær
drósar í búngandi barmi.
»Og ef hann nú sigrar«, hún sjálfri sér kvað,
»þá sviptir hann burt mínum harmi!
Heilög er ástin sem himinljós,
ó hjarta, þá mundirðu bresta,
sem geisli brotnar í bládögg á rós,
ef besta
mætti eg mildínginn festa.«