Gefn - 01.07.1872, Page 49

Gefn - 01.07.1872, Page 49
49 upp hafin yfir hatur og illvilja til vor, eins og hún líka er, eins er það ekki síður skylda Íslendínga að skoða tilraunir stjórnarinnar með velviljuðum augum, en ekki alltaf með óá- nægju; ef það má segja, að stjórnin taki fátt til greina, sein alþíngið fer fram á. þá má miklu fremur segja, að alþíngið taki enn færra til greina af því sem stjórnin stíngur uppá. Yér reynum hér, eins ogvant er, að setja oss á alveg hlut- drægnislaust sjónarmið. Menn eru opt að kvarta og kveina í blöðunum útaf þessum nvju fregnum um »landshöfðíngja«, um »innliman« íslands og allskonar kúgun; en fáum mun hafa dottið í hug að gæta að því, að einmitt slík tilskipan væri svo lángt frá því að vera »innliman« eða incorporatio, að hún væri miklu fremur »afliman« eða »útliman« eða excorporatio, og með henni kemur það einmitt verulega í krapt, að ísland hafi sérstakleg landsréttindi; því híngað til hefir ísland verið kallað »stipti«, og æðsta yfirvald þess »stiptamtmaður«, eins og í Danmörku; en nú verður það hvorki »stipti« né þar »stiptamtmaður«; og þarsem sumir eru hræddir um, að »landshöfðínginn« ekki muni verða annað en verkfæri í hendi stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, þá mætti segja annað eins um hverja embættisstöðu; og jafnvel þó stjórnin væri al-íslendsk, þá er samt mikið spurs- mál um hvort hún mundi verða frjálslynd og réttsýn að því skapi; því sú reynsla, sem vér höfum í þeim efnum, er raunar lítið upphyggileg. þvert á móti væri það æskilegt, að landshöfðíngjanum yrði veitt sem mest vald, því þá er stjórnin fremur í landinu sjálfu, eins og menn helst óska, og þá þarf ekki að sækja allt til Danmarkar um lángan veg og á laungum tíma. Tilgángur og ósk alþíngis eru fram- farir og velferð lands vors; eu í staðinn fyrir að fást við hagi landsins sjálfs, þá hefir þíngið optast nær farið út fyrir landið og talað um hluti sem einúugis mjög óbeinlínis miða til hagsældar þess. Menn eyða heilmiklum tíma í að tala um formlega hluti og titla, án þess að hugsa um að liver klukkustund kostar laudið stór fé. Margir hafa orðið öld- 4

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.