Gefn - 01.07.1872, Page 51

Gefn - 01.07.1872, Page 51
51 eptir þeirra rtiarma skoðunum, sem heimta allt af stjórninni, sem hafa það sí og æ fyrir orðtæki, að sér hver þjóð snúi sér til stjórnar sinnar með allt sem hún þurfi. pessu hljótum vér að neita, því þessi skoðun er bæði orðin lángt á eptir tímanum, og svo er hún með öllu raung. Sjálfbjörg eða trú á mátt sinn og megin í tímanlegum efnum fer nú óðum vaxandi á meðal alira þjóða, sem nokkuð hugsa um framfarir sínar; menn flýja alltaf minna ogminna til stjórn- anna með fjárbón, en reyna heldur til að komast sjálfir áfram; og raun gefur á degi hverjum vitni um, að það er miklu aífarasælla. Vér sjáum við ýms tækifæri í mörgum blöðum tekið fram — ekki einúngis það, að frelsið leggi mönnum margar og þúngar byrðar á herðar, að menn ekki geti komist til tímanlegrar velferðar nema með raun og þolinmæði, heldur og einnig það, að það sé öldúngis ótækt og skaðlegt fyrir frjálsar framfarir og viðleitni, að stjórnir- nar blandi sér þar inn í, því sannarlegt frelsi þoli engin bönd né þjáníngar. Engin ærleg stjórn meinar mönnum að gera allt sem unnt er á réttan hátt til þess að færa sér í hag heimsins gæði — en ef stjórnin sæi högg á vatni, að Íslendíngar tæki sér fram um að nota þau, þá mundi hún þar af örvast meira til að taka tillit til þess; en í þessu efni fara menn öldúngis gagnstætt réttri leið: menn heimta, að stjórnin hjálpi oss að fyrra bragði, og bíða eptir að peníngar komi fljúgandi í loptinu; en þar á móti hugsar stjórnin líklega sem svo: gjörií) þér eitthvað sjálfir, þá skulum vér sjá til — og vér getum ekki betur séð en þetta sé rétt hugsað. En í rauninni eiga Íslendíngar að reyna til að komast hjá að beiðast penínga af stjórninni eða Dönum; því þó stjórnin veiti ekkert fé, þá getur hún liðsinnt mönn- um á ýmsan annan hátt, bæði með tryggíngum og hag- feldum lögum. |>að er því auðsætt, að nú er loksins komið í það horf, að Íslendíngar geta ekki lengur beðið eptir uppfyllíngu þeirra gæð a, sem menn svo lengi hafa gefið þeim von um; 4*

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.