Gefn - 01.07.1872, Page 57
57
skóli er slofnaður af hverjum hjassa og hverri gamalli
»jómfrú«, ef hún einúngis hetir ráð til að leigja húsnæði
og kaupa tvo eða þrjá bekki og borð: þá er strax stofnaður
»skóli«, og foreldrarnir senda börnin þángað, annaðhvort af
því þeir mega ekki vera að kenna börnunum, eða þeir geta
það ekki, eða þá — og það er líklega venjulegast — til
þess að vera lausir við ólætin í börnunum á meðan unnt er.
Hversu mikið börnin læra í þessum skólum, vita allir, eins
og allir vita líka, að allt þetta mikla tal um upplýsíngu og
menntun alþýðu í útlöndum er að mestu leyti tómt skrum
og þvaður. I Noregi (og kann ske víðar; eru umferðar-
kennarar, sem l'ara bæ frá bæ og kenna — líklega í þorpum
eða býlum — en það má nærri geta, að eins og enginn
almennilegur maður verður til þessa starfa, eins fer líka
kennslan og uppfræðíngin þar eptir, og yfir höfuð er það
föst og alkunn regla, að kennarar í þessum alþýðuskólum
eru flestir mjög þunnir og andlega volaðir menn. Á Islandi
hljóta það þess vegna að vera bækurnar, sem koma í skól-
anna stað; þær geta orðið eign hvers manns, og allir geta
lesið þær og skilið þær, ef þær eru skiljanlega samdar.
Fyrir utan það, að góðar bækur eru miklu afifarasælli og
gagnlegri en skólarnir, þá skiljum vér ekki, hvernig alþýðu-
skólar eigi að geta staðist á svo fámennu og strjálbygðu
landi sem ísland er; því þar sem dagleið eða meira er á
milli bæja, þá geta engin börn farið til skólans á hverjum
degi; en dýrt mundi bændum víst þykja, að gefa með börn-
unum ærið fé, ef halda ætti þau mörg á einum stað til
lángframa. Slíkir skólar eru því ekki hugsandi nema í
kaupstöðum, þar sem fieira fólk er saman komið, og svo í
einstöku þorpum eða margbýlum, sem raunar eru fremur
óvíða á íslandi; en allur þorri sveitamanna mundi fara á
mis við þetta. Bækurnar eru þvert á móti hið eina mennt-
unarmeðal, sem hugurinn hlýtur að snúast til, þegar ræða
er um almenníngs upplýsíngu á íslandi. Prestarnir eru enir
sjálfsögðu kennarar alþýðunnar; barnalærdómsbókin er sú