Gefn - 01.07.1872, Page 59

Gefn - 01.07.1872, Page 59
59 og svo ekki með öllu andalaus. Yfir höfuð hefir ritstörfum Íslendínga farið stórum hnignandi á enum seinni árum, því rnaður ser nú varla nokkra íslendska bók sem dugur sé í. Yér getum hér ekki gefið oss við að nefna hverja eina hók, sem út hefir verið gefin á íslendsku á enum síðustu tíu árum, en enar bestu og merkilegustu eru þjóðsögur Jóns Árnasonar, prentsmiðjusaga Jóns Borgfirðíngs og mannkyns- saga Páls Melsteðs. pjóðsögurnar eru ótæmanlegur fjársjóður. sem aflar þjóðir mættu öfunda oss af, og var skemtilegt þegar þær komu út tileinkaðar Jakobi sáluga Grimm, sem einna mest hefir fengist við þá fræði, en hvorki í því né öðru skyni nefnt ísland á nafn öðruvísi en sem »geymsluhús« fyrir annarlegan auð: hann hélt alltaf og byrlaði öðrum inn að fslendíngar væri ættlerar, einskis verðir og til einskis nýtir, þeir hefðu ekkert gert sjálfir af enum fornu ritum, en væri einúngis afskrifarar og eptirhermur. Vér höfum áður á öðrum stað mótmælt þessum eintrjáníngsskap Grimms, en fengið ávítur og óþakklæti í staðinn, fyrir það að vér vorum svo djarfir að segja eitt orð ámóti slíkum lærdóms- manni, sem ekki mátti koma við fremur en alþíngið. Fyrir framan þjóðsögurnar hefir Guðbrandur Vigfússon ritað ágætan inngáng, en Jón Áruason sérstök yfirlit yfir livern einstakan flokk, sem eru næsta fróðleg og lýsa miklum lærdómi og ást til þessara fræða. Prentsmiðjusaga Jóns Borgfirðíngs er takmarkaðri bók, því hún fæst einúngis við eitt einasta efni; en bún er einn merkilegur kafli úr menntunarsögu vorri, og einn af þeim sem örðugastur er aðgaungu: hún er líka samin með miklum lærdómi og svo skiljanleg að hverr og einn getur haft gagn af henni. Mannkynssaga Páls Melsteðs er svo ágæt hvað málið snertir, að hún mun taka flestu fram, eins og menn líka fundu málsnild höfund- arins þegar hann snéri »litla Kofoð« sem ritað var um í Félagsritunum; það eina sem vér finnum að þessari bók, er að höfundurinn kemur víða með dönsk orð á milli sviga, svo sem skýríngar á íslendsku orðunum, sem er bæði rángt

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.