Gefn - 01.07.1872, Page 61

Gefn - 01.07.1872, Page 61
61 og óþreytta vængi; allt í þessum heirni hefir sitt takmark og menn halda ekki alltaf út að vera jafn fjörugir; en að sumu leyti kemur þessi andlega deyfð til af því, að allur andi tímans hefir á enum seinni tímurn hneigst að tómri ágirnd og peníngagróða, sem er álitinn lífsins æðsta sæla; það getur vel verið að svo sé, en fyrir þessu hlvtur fegurð- artilfinníng, skáldskapur og lærdómur að dofna um stund, þángað til hann rís upp aptur á ný. Svo þykjast menn og erlendis þurfa nýjar tegundir skáldskaparins, og segja að hið forna sé »úrelt« og hvernig sem nú er um það að orði kveðið; en þetta er raung ímyndan, því en sanna fegurð er ávallt hin sama og alltaf jafn ný; og það sem þessi en nýju skáld hafa komið með, það er helmíngi verra en það sem en góðu eldri skáld ortu; en það hrós, sem dynur yfir þessa menn, er ekkert að marka, því það er sprottið af persónulegum og pólitiskum hlutföllum. [>að er enginn vandi að sjá þetta; það liggur opið fyriröllum eins og upp slegin bók. [>etta á nú raunar samt ekki við oss Íslendínga; vér höldum áfram skáldskap vorum og ritstörfum með því vér byggjum á vorum eigin andlega auði, þó efnin sé líti! og hvötin dauf; og oss vantar engan veginn íslendskar bækur og kvæði, sem geti verið fyrirmynd og ekki einúngis eflt og styrkt fegurðartilfinnínguna, heldur og einnig hafa mikinn lærdóm inni að halda. Teljum vér þar til fyrst og fremst öll fornrit vor, því enginn þarf að liugsa til að geta ritað eða ort nema hann sé kunnugur þeim, og þess vegna höfum vér og í þessu riti ávallt reynt til að hneigja hugsunina í þá átt. [>ar næst eru en ýngri rit og kvæði, sem sum veita fremur lærdóm, svo sem kvæðabækur Eggerts Ólafssonar og Jóns [>orlákssonar, einkum vegna enna mörgu og lærdóms- ríku athugagreina sem þeim fylgja; en sum eru skáldlegri, svo sem kvæðabækur Jónasar og Bjarua, og einkum en síðari. Engu að síður mega menn aldrei missa sjónar á Eddukviðunum og sumum öðrum fornkvæðum, því þá hefir orpið yfir þjóð vora þeim bjarma af himinljóma fegurðar-

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.