Gefn - 01.07.1872, Page 63
63
þjóðafræði og saga.
Að framan drápum vér á, að takast mætti að gefa
mönnum hugmynd um enar helstu greinir þekkíngarinnar í
stuttu máli, og því sýnum vér hér á fáeinum blöðum það
sem annars fyllir míklar bækur, því betra er lítið enn ekkert.
Samkvæmt skoðan Darwins, sem vér höfum áður nefnt
í riti þessu, verður sú niðurstaðan, að allir menn sé komnir
af einum og sömu foreldrum, eins og ritníngin kennir; og
merkilegt er það, að líkar sögur gánga um allar þjóðir, þær
er vér höfum sögur af; menn trúðu þessu hér á norður-
löndum í heiðni, eins og sjá má á Eddu; allar Norðurálfu-
þjóðir eiga sér afgamlar sögur um það, og í Ameríku hafa
menn fundið ena sömu trú: allstaðar er talað um tvo ena
fyrstu menn og um »fióðið«. Sumir fræðimenn hafa raunar
komið fram með þá meiníngu, að mannkynið hljóti að vera
komið af fleirum foreldrum en einum; en þessi meiníng
hefir ekki fremur getað orðið sönnuð en hin; yfir höfuð
hljótum vér að kannast við, að hvorugt þetta verður nokkurn-
tíma sannað, en hverr verður að fara eptir trú sinni, því
vér komumst aldrei alveg fyrir uppruna hlutanna. það væri
því óviðurkvæmilegt að segja, að annar hefði hér rétt fyrir
sér, en hinn rángt, fyrst vér vitum hvorugt með vissu; en
annari hvorri meiníngunni verðum vér að fylgja, og í rauninni
gerir ekkert til hvernig menn ímynda sér þetta, því vér
komumst strax inn í hinn sögulega heim mannkynsins og