Gefn - 01.07.1872, Síða 69
69
allar enar grisku mvndir og byggíngar eru gerðar í upp-
runalega egiptskum stíl og smámsaman lagaðar til meiri
fegurðar; á Italíu kveður svo ramt að, að menn finna
hundruðum saman jötunuxamyndir í gröfum Etrúskanna: en
þessar myndir voru einmitt belgar á Egiptalandi og táknuðu
heimsfrjóvganina og voru allstaðar hafðar þar hvar sem varð.
Sögu þessara alda hafa menn þannig getað saman sett af
fornleifunum og ritum Grikkja; en það sem sjálfir Egiptar
og Assýrar hafa ritað, er ekki sögustíll, heldur einúngis
nöfn og lítið annað. Vér vitum eiginlega ekkert um hvernig
þessir menn hafi talað; en hvernig þeir hafi verið og hugsað,
það sjáum vér á málverkunum og myndunum. Bókstafa-
myndir Egipta voru dýr og myndir ýmissa hluta, sem mönn-
um hefir tekist að ráða eptir lánga þraut; en Assýrar höfðu
fleigletur, þar sem bókstafamyndin er fleigur: sama fleig-
myndin er alltaf notuð og merkir orðin og stafinaallt eptir
því hvernig hún er sett, beint upp í lopt, einn fleigur sér,
tveir og fleiii saman, á hliðinni o. s. fr. Menn greina fimm
tegundir fleigleturs, som nefnast eptir Assýrum, Medum,
Persum, Skytum og Achemenídum (Cyrusar ætt). Ritmerki
Assýra ná allt upp í 13du öld fyrir Krist; vér setjum hér
til dæmis eina af enum ýngri sögum eptir þýðíngu Rawlin-
sons, hún hljóðar um herferð Sanheribs eða Senakeribs (702
—680 f. Kr.) og er rituð á hallarrúst í Niníve og er sam-
hljóða 18. Kap. v. 13—16 í 2. Konúnganna bók í ritníngunni:
»Egiptakonúngar sendu einnig riddara og fótgángandi lið
frá herliði konúngsins af Mirucha, sem var óteljandi. í nánd
við borgina Allachisch barðist eg við þá. í nánd við Lúbena
sigraði eg herforíngja og ena úngu hermenn Egiptakonúngs,
og herforíngja konúngsins af Meróe. Síðan fór eg til
Ekronsborgar, og tók höfðíngjana þar í mína þjónustu, eptir
að þeir höfðu gengið á náðir mínar, en ena ýngri menn tók
eg nauðuga á burtu og bauð þeim að byggja Assýríuborgir.
Eg tók eignir þeirra og auð, svo varla varð metið. Síðan
flutti eg konúng þeirra Haddiga af Jerúsalem aptur og setti