Gefn - 01.07.1872, Side 72

Gefn - 01.07.1872, Side 72
72 urinn vissi ekkert af Grikkjum að segja og þeir hófu sig aldrei til neinna heimsvalda eins og Rómverjar. Á gullöldum Rómverja og lángt fram eptir keisaratímunum var öll mennt- un Rómverja raunar grisk, og öll þeirra rit og kvæði ein- úngis eptirmyndir eptir griskum fyrirmyndum, en allt þetta hvarf, ekki einúngis frá Rómverjum, heldur leið öll mennt- un og vísindaleg tilfinníng, listir og skáldskapur alveg í dá einkum eptir að þjóðaflakkstíminn hófst og á meðan hann stóð yfir. j>au áhrif, sem menntun Grikkja hafa haft á Norðurálfuna og þarmeð á allan hinn menutaða heim, hófust eiginlega ekki fyrr en á 14. öld e. Kr., allt þángað til þekti enginn Hómer; þá lagði Petrarka, eitt af höfuð- skáldum ítala, grundvöllinn til þekkíngar á griskum fræðum, en gat þó ekki sjált'ur lesið Hómer á frummálinu. þessi menntunarkraptur Grikkja er inni falinn f lærdómi þeirra og smekk á skáldskap og allri fegurð; og þennan lærdóm og smekk hafa þeir geymt oss í ágætum ritum og fögrum kvæðum og myndum, sem eru svo fagrar að þær hafa orðið fyrirmyndir allra tíma og munu uppi vera meðan heimurinn stendur. Af enum öðrum löndum Asíu en þeim sem vér þegar höfum nefnt eru Indíaland ogKína merkilegust, en sögur af þessum löndum eru að mestu leyti fyrir oss hugmynda- sögur og snerta ekki vor hlutföll. Enginn efi er á að þar hafi verið mikil ríki og margt borið til tíðinda; en enar e’lstu fornbyggíngar Inda eru ekki eldri en svo sem 300 árum f. Kr., að menn segja; þó segja menn að sanskrítmálið sé miklu eldra og ber það með sér mikla menntun, en að aldri kemst það ekki í hálfkvisti við Egiptaland. Söguleg vissa kemur ekki inn í Indaríkin fyrr en með Rúdda, sem dó 370 f. Kr. og stofnaði þá trú sem ber nafn hans, en var síðan dýrkaður sem guð. Frá hans tímum eru fornbyggíngar Indíalands. Kínverjar reikna sögu sína, eins og Indar, eptir svo mörgum árþúsundum að enginn botnar í; saga þeirra hefst ekki með neinni vissu fyrr enn á 5tu eða 6tu

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.