Gefn - 01.07.1872, Page 82
S æ 1 a.
Ertu nú horfin, þú unaðs tíð,
er álfur í hverri lilju bjó?
Og hvernig er rósin blessuð og blíð,
og blómin á fjarrum heiðar mó?
Ertu nú horfin, þú yndis tíð,
er Alvitur fýstist á myrkvan við,
og Svanbvít á dúni svana fríð
saungfugla gladdist við ástarklið?
Ertu nú horfin, þú unaðarstund,
er allt var í blóma og helgri ró!
Er fuglinn bjó glaður í fögrum lund’
og fiskurinn lék sér um bláan sjó?
Svanhvít og Alvitur, svífið til mín,
svo vil eg halda á myrkvan við —
heyrði eg fyrr að hefðuð þið lín
á hafströndu spunnið við sjávar nið.
Allt er það fornaldar ofið með skraut,
alsett og prýtt með gullnum staf,
allt eins og röðull um Ránar braut
rennir geislunum himnum af.