Gefn - 01.07.1872, Page 82

Gefn - 01.07.1872, Page 82
S æ 1 a. Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð, og blómin á fjarrum heiðar mó? Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanbvít á dúni svana fríð saungfugla gladdist við ástarklið? Ertu nú horfin, þú unaðarstund, er allt var í blóma og helgri ró! Er fuglinn bjó glaður í fögrum lund’ og fiskurinn lék sér um bláan sjó? Svanhvít og Alvitur, svífið til mín, svo vil eg halda á myrkvan við — heyrði eg fyrr að hefðuð þið lín á hafströndu spunnið við sjávar nið. Allt er það fornaldar ofið með skraut, alsett og prýtt með gullnum staf, allt eins og röðull um Ránar braut rennir geislunum himnum af.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.