Gefn - 01.07.1872, Page 90

Gefn - 01.07.1872, Page 90
90 horgrind getur fengist við ástir og kvennfólk; eg trúi því ekki, en eg er þar á móti viss um að öll hans veiki er komin af nísku og svíðíngsskap, hann tímir ekki að eta sjálfur, hvað þá heldur að víkja öðrum bita. Munið þið ekki þegar skjóta átti saman handa þeim sem urðu fyrir flóðinu og Paganini var beðinn að leika? en hann vildi það ekki af því hann átti ekki sjálfur að fá peníngana. Nú vill hann engan sjá, af því hann er hræddur um að hann muni verða beðinn um að þenja á sér krumlurnar. Nei, minn meydómur er mér miklu skemtilegri en öll Paganinis fíngur- brögð; við megum vera fegnar að vera lausar við hann og hans fikt.« »Hann fiktar raunar rækalli vel við fiðluna,« sagði hin fyrsta mey. »Nú, þér meinið að hann muni fikta eins vel við kvennfólkið,« svaraði hin þriðja; »en eg skal segja yður, að það er allt annað að fikta við kvennfólk, og að fikta við fiðlu. Báðar geta raunar skrækt og hljóðað, en munið þér þá ekki eptir konunni sem Paganini [fiktaði svo vel við, að hann var settur í díblissuna?« »Jú,« sagði hin, »en fiktiríið getur verið með ýmsu móti; stundum fiktar maður í kvart og stundum í terz og stundum í þeim stóra terz.« »Nú þér þekkið það,« sagði hin þriðja. J>annig töluðu meyjarnar um »saungfuglinn,« og flestir þar í húsinu fóru eitthvað líkum orðum um hann; eti Pa- ganini gaf sig ekki að því; hann var of vanur skellunum og bakslettunum til þess að hann kipti sér upp við slíkt, og síst þar sem konur áttu í hlut, því hann þekti fleiri en eina, sem ekkert gerðu annað allan daginn en gánga á milli með kjaptaþvaður og sötra kaffe hjá sínum málvin- konum. þjónustumærin sem færði honum mat var sú hin einasta manneskja sem hann talaði við; hún hét María. íjað var lífleg stúlka og saklaus, og þókti honum opt gaman að tala við hana; þegar illa lá á Paganini eða það var »hundur« í honum, sem ósjaldan vildi til, þá eyddi María því með skemtiyrðum eða smáglensi og hélt honum opt kátum og glaðværum. Paganini fann sjálfur hversu mikið

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.