Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Blaðsíða 8
10
Löggjöf og landsstjórn.
daufar urðu undirtektir manna, að ekkert varð af útkomu pess,
enda enginn nafngreindur sem útgefandi né ritstjóri blaðsins.
Yar svo að öðru leyti tíðindalítið í þessu máli það sem eftir
var ársins.
|>inginu var slitið 26. ágúst; þingmál urðu alls 91 : 63
lagafrumvörp, þar af samþykt 28 (17 þingm. frv. og 11 — öll
— stjórnarfrv.), 5 óútrædd, hin feld; þingsályktanir urðu 26
að tölu: 8 feldar eða ekki ræddar og teknar aftur, hinar sam-
þyktar; fyrirspurnir vóru 2, báðar leyfðar. Alþingiskostnaður-
inn varð alls um 36000 kr.; fæðispeningar og ferðakostnaður
þingmanna varð um 1000 kr. meiri enn 1885, mest sökum
þess, að helmingur hinna konungkjörnu átti nú heima norður
í Eyjafirðí.
Nú skal skýrt frá lögum þeim, sem samþykt vóru af þessu
þingi og náðu staðfestingu konungs fyrir árslokin.
4. nóv. vóru staðfest:
1. Fjárlög fyrir árin 1888 og 1889. Tekjur vóru nú
settar nálægt 40000 kr. minni enn gjöldin, líkt og stjórnin
hafði gert í fjárlagafrumv.sínu, og vóru bæði tekjur (einkum) og
gjöld gerð miklum mun minni nú enní fjárlögunum fyrir 1886
og 1887. Tekjulækkunin saman borin við þau fjárlög var nú ein-
kum í því fólgin, að aðflutningsgjald af áfengum drykkjum, er
reynst hafði langt of hátt sett þá, var nú ætlað 80000 kr.
minna á fjárhagstímabilinu eða 90000 kr. hvort árið ; enn árið
áður hafði það orðið að eins 80123 kr. Gjöldin lækkuðu mest
við það, að þingið færði styrkinn til gufuskipaferða hér, 18000 kr.
á ári, niður um helming, og veitti nú rúmum 18000 kr. minna
til vísindalegra og verklegra fyrirtækja enn þá, enda lét stjórn-
ina (landsh. og ráðgj.) ekkert hafa til útbýtingar af því fé, er
það veitti í þessu skyni (6180 kr.), þvíað sá andi varð nú
ráðandi í fjárlögunum jafnframt meiri sparnaði, að láta stjórn-
ina eina ekkert fé hafa til ótiltekinna umráða og útbýtingar.
Helstu gjaldauka-nýmæli fjárlaganna vóru þau, að bókkaupafé
landsbókasafnsins var hækkað um helming á ári, úr 600 kr.
á ári, áður og til forngripakaupa vóru veittar 1000 kr. á ári í
stað 700 kr. áður. Alþingiskostnaðurinn var settur hærri sök-
um »alt að 5000 kr.« fjárveitingu »til kostnaðar við máls-