Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Síða 13
Löggjöf og landsstjórn.
15
skírskotun til nýfenginna mótmæla móti lögunum frá foringja
danska herskipsins, er liggur hér við ísland um tíma á sum-
rin, og frá amtmanninum á Færeyjum, og til eldri bænaskráa
Færeyiuga gegn lögunum; sendi stjórnin nú eins og fyr 2
frumv. í stað pess : um hátfiski á fjörðum og fiskveiðar félaga
í landhelgi, er bæði vóru nú sampykt af pinginu, hvortí sínu
lagi, hið síðara undir nafninu: lög um síldveiði félaga í land-
helgi, og slakaði pingið í orði kveðnu til við stjórnina. Enn
fremur var synjað staðfestingar peim 2 lögum aukapingsins, er
óstaðfest vóru í fyrra um árslokin : 8. jan. lögum um afnám
svo nefndra Maríu-og Péturslamba, af pví að með peim væri
gengið á lagarétt nokkurra kirkna og rýrum prestaköllum
(Hjaltastöðum, Desjarmýri, Klyppsstað, Svalbarði og Sauðanesi)
ekki jafnframt bættur töluverður skaði, er pau yrðu annars að sæta;
enn af kappi flutningsmanna málsins á alpingi hafði breyting-
artillaga við pessi lög um sanngjarna sölu á pessum kvöðum
fallið á aukapinginu. Og 8. maí var synjað staðfestingar lög-
unum um löggilding 7 nýrra verslunarstaða; hafði bænarskrá
ein komið frá Akureyri (kaupmönnum) móti löggildingu eins
peirra (Svalbarðseyrar við Eyjafjörð, sem »kaupfélagi J>ingey-
inga« var einkum umhugað um að næði löggildingu); var hæn-
arskráin tekin til greina og lagt móti lögunum af ráðgjafa ís-
lands, af umönnun fyrir gæslu toll- og sóttvarnarlaganna, stöðu
fastra verslana o. fl.,er fyrir varborið. Enn sjálfu pinginunú pótti
fara hálf-slyðrulega í pessu máli gagnvart pessum tiltektum
stjórnarinnar; pangað streymdu löggildinga-frumvörp eins og
vant er, sumpart um nýja staði, sumpart um pá, er staðið
höfðu í lögum pessum ; enn pótt meiri hluti hvorrar deildar
pingsins mótmælti ástæðum stjórnarinnar fyrir synjuninni og
væri meðmæltur löggildingum staðanna, pá féllu öll slík frum-
vörp framan af á pinginu í efri deild ; var pað talið sök Jóns
Ólafssonar, er vildi hnýta aftan í hvert peirra banni gegn sölu
áfengra drykkja; enn er peir pjóðkjörnu í efri deild gátu eigi
allir orðið á pað sáttir, féll sá viðauki og greiddi Jón pá at-
kvæði með peim konungkjörnu, er héldu hóp með stjórninni
móti löggildingunum; pó komst eitt löggildingar-frumv. (á Yík,
sjá bls. 14) gegnum pingið síðar viðaukalaust. Úr pessum