Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Síða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1887, Síða 17
Löggjöf og landsstjórn. 19 nauðsyn og ef manndauði bersýnilega vofir yfir; að veitaHúna- vatns- og Skagafjarðarsýslum alt að 10,000 kr. hvorri eigi fyr- ir lengri tíma enn í hæsta lagi 10 ár, og að láta alþingi í hvert sinn, er það kemur saman, í té nákvæmar skýrslur um hallærislán úr landssjóði, sem veitt hafa verið milli pinga, sem og um það, hvernig peim hafi verið varið«. J>etta varð endi- legt í málinu þetta sinn. 5. Arnarstapa oy Skógarstrandar-uniboð. Nefnd var sett eftir tillögum yfirskoðunarmanna til að íhuga reikningsskil þess og hag (sjá l'r. f. á., bls. 20). Hún vildi að svo stöddu ekki gera neina tillögu um reikningsskilin, sem henni póttu þó mjög bágborin, aðra enn pá, að vísa »hinni nánari rannsókn umboðsreikninganna fyrir árin 1884 og 1885, eftir að hinni umboðslegu endurskoðun peirra væri lokið, til yfirskoðunar- manna landsreikninganna 1886 og 1887«. Enn fremur lagði nefndin til, »að allar pjóðjarðir í Arnarstapa- og Skógarstrandar- umboði, pær sem nú eru í eyði og ekki verða bygðar með vanalegum skilmálum, verði boðnar duglegum mönnum til á- búðar næstu 5 ár landsskuldarlaust, gegn pví, að þeir svari venjulegum smjörleigum eftir kúgildi þau, er jörðunum kunna að fylgja, og vinni að jarðahótum og húsabótum eftir pví sem um semur. Allar pær jarðir, sem gerðar eru falar til ábúðar með pessum kjörum, skulu auglýstar í blaði pví, sem birtar eru í stjórnarvalda-auglýsingar«. Báðar þessar tillögur vóru sampyktar. — Ut af ályktun alþingis 1885 um samning verðlagsskýrslna (sjá Fr. 1885, bls. 12, nr. 5) skrifaði ráðgjafi landshöfðingja 14. maí, að samkvæmt tillögum landshöfðingja treystist hann eigi að gjöra neitt í því efni, er tryggilegra væri eftir enn áður; pað yrði og ekki gert með k:gsúrskurði, heldur með lagafrumv. með líkum reglum og gilda í Danmörku og Færey- jum, nefnil. að priðju skýrslurnar yrðu samdar af kosnum manni fyrir hvern hrepp eða kaupstað, enn frá pví hafði landshöfð- ingi ráðið. Nú sendi ráðgjafinn reglugerð 7. nóv. um sérstakt nám og próf kvenna í guðfræði (sjá Fr. f. á., bls. 12—13). Kon- 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.